Goðsögn orðin að alræmdum skúrki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2017 06:00 22 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Sjaldan hefur nafn Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðanda og Hollywood-mógúls, verið meira í umræðunni en þessa dagana. Hið gamla spakmæli um að öll umfjöllun sé góð umfjöllun á þó ekki við í þessu tilfelli enda hafa 22 konur stigið fram og sakað Weinstein um kynferðisbrot gegn sér. Brotin spanna áratugalangt tímabil og er maðurinn sakaður um allt frá kynferðislegri áreitni og upp í nauðgun. Í áraraðir hefur Weinstein haldið uppi ímynd um einhvers konar valdamikla goðsögn sem ræður því sem hann vill í Hollywood. Ljóst er af umfjöllun undanfarið að fjölmargir vissu af hátterninu sem Weinstein er sakaður um og að sú gagnrýni hafi jafnan verið þögguð niður. Verðlaunaður og ríkur Þessi 65 ára framleiðandi hefur á ferli sínum safnað miklum auðæfum. Eignir hans eru metnar á um 21,3 milljarða króna. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Miramax árið 1979 en seldi það til Disney árið 1993 fyrir 8,5 milljarða króna. Á meðal kvikmynda sem Weinstein hefur unnið að eru költ-klassíkurnar Pulp Fiction og Clerks. Þá hefur Weinstein einnig fengið Óskarsverðlaun fyrir framleiðslu myndarinnar Shakespeare in Love og Tonyverðlaun fyrir framleiðslu ýmissa leikrita og söngleikja, ekki síst Billy Elliot the Musical og The Producers. Hinn hvíti Cosby Ásakanirnar á hendur Weinstein halda áfram að hrannast upp. Í gær sakaði leikkonan Rose McGowan hann um að hafa nauðgað sér. Í röð færslna á samfélagsmiðlinum Twitter sagði McGowan frá því að Roy Price, forsprakki efnisveitunnar Amazon Studio, hafi hundsað hana þegar hún sagði honum frá málinu. Amazon hefur nú sent Price í ótímabundið leyfi en hann var sjálfur sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. Listi ásakenda Weinsteins er orðinn heillangur. Svo langur að bandaríska sjónvarpskonan Samantha Bee kallaði Weinstein „hinn hvíta Cosby“ í þætti sínum í vikunni. Vísaði hún þar til þess að 59 konur hafa sakað leikarann Bill Cosby um kynferðisbrot gegn sér. Aðdáun varð fyrirlitning Á meðan meint kynferðisbrot voru falin og utan umræðunnar naut Weinstein mikillar virðingar. Hann barðist gegn fátækt og fyrir aukinni vitneskju um alnæmi. Þá lagði hann fjármagn í rannsóknir á sykursýki og MS. Weinstein fékk einnig sæmdarorðu frá Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Aukinheldur hefur Weinstein verið hollvinur flokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hefur hann bæði talað máli flokksins og styrkt kosningabaráttu fjölmargra, meðal annars Hillary Clinton og Baracks Obama. Í viðtali við BBC í gær sagði Clinton að hún hefði fengið áfall þegar hún heyrði fréttir af ásökununum. „Sögurnar sem nú heyrast nísta hjarta mitt.“ Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi var þó fljótur að vísa í stóru myndina. Sagði hún að brotin sem Weinstein er sakaður um mættu ekki viðgangast í almennu samfélagi. Hvorki í kvikmyndageiranum né í stjórnmálum. Stéttarbræður Weinsteins hafa einnig snúið baki við honum vegna hátternisins að því er Deadline greinir frá. Stéttarfélag framleiðenda í Bandaríkjunum mun halda neyðarfund til að ræða svar sitt við fréttunum og þykir líklegt að Weinstein verði hreinlega rekinn úr samtökunum en þau höfðu áður veitt honum heiðursverðlaun sín. Þá hefur fyrirtæki Weinsteins, sem ber nafnið Weinstein Company, rekið hann og fjölmargir þeirra leikara sem hann hefur starfað með fordæmt hegðun framleiðandans og snúið við honum baki. Quentin Tarantino, einn besti vinur Weinsteins til 25 ára, sagði í yfirlýsingu að hann væri forviða og niðurbrotinn vegna fréttanna. Fangelsi möguleiki Brotin sem Weinstein er sakaður um varða sum hver við lög. The Guardian greindi frá því í gær að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við teldu möguleika á því, miðað við það sem fram hefur komið, að Weinstein verði dæmdur í fimm til 25 ára fangelsi. Komið hefur fram að lögreglan bæði í New York og Lundúnum rannsaki ásakanir um nauðgun. Sjálfur hefur Weinstein neitað því að hafa nokkurn tíman nauðgað nokkurri konu. 22 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni eða brot Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Sjaldan hefur nafn Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðanda og Hollywood-mógúls, verið meira í umræðunni en þessa dagana. Hið gamla spakmæli um að öll umfjöllun sé góð umfjöllun á þó ekki við í þessu tilfelli enda hafa 22 konur stigið fram og sakað Weinstein um kynferðisbrot gegn sér. Brotin spanna áratugalangt tímabil og er maðurinn sakaður um allt frá kynferðislegri áreitni og upp í nauðgun. Í áraraðir hefur Weinstein haldið uppi ímynd um einhvers konar valdamikla goðsögn sem ræður því sem hann vill í Hollywood. Ljóst er af umfjöllun undanfarið að fjölmargir vissu af hátterninu sem Weinstein er sakaður um og að sú gagnrýni hafi jafnan verið þögguð niður. Verðlaunaður og ríkur Þessi 65 ára framleiðandi hefur á ferli sínum safnað miklum auðæfum. Eignir hans eru metnar á um 21,3 milljarða króna. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Miramax árið 1979 en seldi það til Disney árið 1993 fyrir 8,5 milljarða króna. Á meðal kvikmynda sem Weinstein hefur unnið að eru költ-klassíkurnar Pulp Fiction og Clerks. Þá hefur Weinstein einnig fengið Óskarsverðlaun fyrir framleiðslu myndarinnar Shakespeare in Love og Tonyverðlaun fyrir framleiðslu ýmissa leikrita og söngleikja, ekki síst Billy Elliot the Musical og The Producers. Hinn hvíti Cosby Ásakanirnar á hendur Weinstein halda áfram að hrannast upp. Í gær sakaði leikkonan Rose McGowan hann um að hafa nauðgað sér. Í röð færslna á samfélagsmiðlinum Twitter sagði McGowan frá því að Roy Price, forsprakki efnisveitunnar Amazon Studio, hafi hundsað hana þegar hún sagði honum frá málinu. Amazon hefur nú sent Price í ótímabundið leyfi en hann var sjálfur sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. Listi ásakenda Weinsteins er orðinn heillangur. Svo langur að bandaríska sjónvarpskonan Samantha Bee kallaði Weinstein „hinn hvíta Cosby“ í þætti sínum í vikunni. Vísaði hún þar til þess að 59 konur hafa sakað leikarann Bill Cosby um kynferðisbrot gegn sér. Aðdáun varð fyrirlitning Á meðan meint kynferðisbrot voru falin og utan umræðunnar naut Weinstein mikillar virðingar. Hann barðist gegn fátækt og fyrir aukinni vitneskju um alnæmi. Þá lagði hann fjármagn í rannsóknir á sykursýki og MS. Weinstein fékk einnig sæmdarorðu frá Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Aukinheldur hefur Weinstein verið hollvinur flokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hefur hann bæði talað máli flokksins og styrkt kosningabaráttu fjölmargra, meðal annars Hillary Clinton og Baracks Obama. Í viðtali við BBC í gær sagði Clinton að hún hefði fengið áfall þegar hún heyrði fréttir af ásökununum. „Sögurnar sem nú heyrast nísta hjarta mitt.“ Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi var þó fljótur að vísa í stóru myndina. Sagði hún að brotin sem Weinstein er sakaður um mættu ekki viðgangast í almennu samfélagi. Hvorki í kvikmyndageiranum né í stjórnmálum. Stéttarbræður Weinsteins hafa einnig snúið baki við honum vegna hátternisins að því er Deadline greinir frá. Stéttarfélag framleiðenda í Bandaríkjunum mun halda neyðarfund til að ræða svar sitt við fréttunum og þykir líklegt að Weinstein verði hreinlega rekinn úr samtökunum en þau höfðu áður veitt honum heiðursverðlaun sín. Þá hefur fyrirtæki Weinsteins, sem ber nafnið Weinstein Company, rekið hann og fjölmargir þeirra leikara sem hann hefur starfað með fordæmt hegðun framleiðandans og snúið við honum baki. Quentin Tarantino, einn besti vinur Weinsteins til 25 ára, sagði í yfirlýsingu að hann væri forviða og niðurbrotinn vegna fréttanna. Fangelsi möguleiki Brotin sem Weinstein er sakaður um varða sum hver við lög. The Guardian greindi frá því í gær að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við teldu möguleika á því, miðað við það sem fram hefur komið, að Weinstein verði dæmdur í fimm til 25 ára fangelsi. Komið hefur fram að lögreglan bæði í New York og Lundúnum rannsaki ásakanir um nauðgun. Sjálfur hefur Weinstein neitað því að hafa nokkurn tíman nauðgað nokkurri konu. 22 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni eða brot
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir ummæli sín í pallborðsumræðum. 13. október 2017 08:40
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32