Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2017 10:50 Havey Weinstein og Quentin Tarantino í febrúar síðastliðinn. Vísir/Getty Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32