Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 08:40 Jason Momoa er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Khal Drogo í Krúnuleikunum. Vísir/Getty Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans. MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans.
MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32