Minnst 230 látnir eftir hryðjuverkaárás í Mogadishu Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. október 2017 17:53 Eyðileggingin og manntjónið er gríðarlegt í Mogadishu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira