Hátt í 150 stúdentar létust í Kenía Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. apríl 2015 16:20 Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina. Vísir/AFP Joseph Nkaissery, innanríkisráðherra Kenía, hefur staðfest að 147 háskólastúdentar hafi verið myrtir í árás liðsmanna hryðjuverkasamtakanna al-Shabab á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía. Þá særðust 79 manns í árásinni en 587 var bjargað. Þeir verða fluttir til síns heima á morgun. Þá hefur einnig verið staðfest að árásarmennirnir hafi verið fjórir en þeir létust allir í átökum við lögreglu. Í frétt BBC segir að hryðjuverkamennirnir hafi skipt gíslum upp í tvo hópa – múslíma og kristna – og síðar sleppt þeim múslímsku. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni. Höfuðstöðvar samtakanna eru í nágrannaríkinu Sómalíu en liðsmenn þeirra hafa reglulega beint spjótum sínum að Kenía. Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina. Árásin er nú sú mannskæðasta í landinu frá því að 67 létust í árás al-Shabab í Westgate verslunarmiðstöðinni í höfuðborginni Nairobi í september 2013. Lögregla í landinu hefur komið á útgöngubanni frá sólarlagi til sólarupprásar í fjórum héruðum með landamæri að Sómalíu. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásina.Uppfært 16:43: Á vef news24Kenya segir að fjöldi nemendanna hafi verið hálshöggnir af hryðjuverkamönnunum.#UNSG Ban strongly condemns today's terrorist attack on Garissa University College, #Kenya. Conveys deep-felt condolences to families. 1/3— UN Political Affairs (@UN_DPA) April 2, 2015 UPDATE: 70 fatalities, 79 injured, over 500 students rescued from the Garissa University College campus. Operations still ongoing.— Disaster Operations (@NDOCKenya) April 2, 2015 Tengdar fréttir Háskólastúdentar drepnir og teknir í gíslingu í Kenía Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab hafa drepið að minnsta kosti fjórtán í árás sinni á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía í morgun. 2. apríl 2015 09:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Joseph Nkaissery, innanríkisráðherra Kenía, hefur staðfest að 147 háskólastúdentar hafi verið myrtir í árás liðsmanna hryðjuverkasamtakanna al-Shabab á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía. Þá særðust 79 manns í árásinni en 587 var bjargað. Þeir verða fluttir til síns heima á morgun. Þá hefur einnig verið staðfest að árásarmennirnir hafi verið fjórir en þeir létust allir í átökum við lögreglu. Í frétt BBC segir að hryðjuverkamennirnir hafi skipt gíslum upp í tvo hópa – múslíma og kristna – og síðar sleppt þeim múslímsku. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni. Höfuðstöðvar samtakanna eru í nágrannaríkinu Sómalíu en liðsmenn þeirra hafa reglulega beint spjótum sínum að Kenía. Kenísk stjórnvöld segja Mohamed Kuno, háttsettan liðsmann al-Shabab official, hafa skipulagt árásina. Árásin er nú sú mannskæðasta í landinu frá því að 67 létust í árás al-Shabab í Westgate verslunarmiðstöðinni í höfuðborginni Nairobi í september 2013. Lögregla í landinu hefur komið á útgöngubanni frá sólarlagi til sólarupprásar í fjórum héruðum með landamæri að Sómalíu. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásina.Uppfært 16:43: Á vef news24Kenya segir að fjöldi nemendanna hafi verið hálshöggnir af hryðjuverkamönnunum.#UNSG Ban strongly condemns today's terrorist attack on Garissa University College, #Kenya. Conveys deep-felt condolences to families. 1/3— UN Political Affairs (@UN_DPA) April 2, 2015 UPDATE: 70 fatalities, 79 injured, over 500 students rescued from the Garissa University College campus. Operations still ongoing.— Disaster Operations (@NDOCKenya) April 2, 2015
Tengdar fréttir Háskólastúdentar drepnir og teknir í gíslingu í Kenía Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab hafa drepið að minnsta kosti fjórtán í árás sinni á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía í morgun. 2. apríl 2015 09:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Háskólastúdentar drepnir og teknir í gíslingu í Kenía Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab hafa drepið að minnsta kosti fjórtán í árás sinni á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía í morgun. 2. apríl 2015 09:59