Magnaðir Manchester City menn í sjöunda himni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 07:00 Gabriel Jesus fagnar öðru marka sinna um helgina. Vísir/Getty Manchester-liðin komu kannski ekkert á óvart um helgina þrátt fyrir að staðan breyttist á toppnum. Manchester City tók enn eitt liðið í kennslustund á Ethiad-leikvanginum á meðan Jose Mourinho mætti að venju eins og varkárasti þjálfari deildarinnar á útivöll á móti einu af stóru liðum deildarinnar. Stórleikur helgarinnar var markalaust jafntefli Liverpool og Manchester United á Anfield og olli hann vonbrigðum. Ekki kom þó frammistaða United-liðsins mikið á óvart enda hefur liðið aðeins skorað eitt mark samanlagt í síðustu sex útileikjum sínum á móti sex bestu liðum deildarinnar. Sóknarleikurinn var hins vegar á oddinum hjá nágrönnum þeirra í Manchester City sem sóttu á öllu liðinu í bókstaflegri merkingu í 7-2 sigri á Stoke. Gott dæmi um það er að 10 af 11 útileikmönnum liðsins bjuggu til sextán færi liðsins í leiknum. City-liðið komst tveimur stigum fram úr nágrönnum sínum um helgina en United-liðið hélt aftur á móti marki sínu hreinu í sjöunda sinn í fyrstu átta umferðunum. Við þurfum hins vegar að bíða fram í jólamánuðinn eftir því að besta sóknin og besta vörnin mætist en þá er líklegt að forskot City verði meira.Vísir/GettyBesta frammistaðan undir hans stjórn „Ég er mjög ánægður. Við urðum að ná upp einbeitingu eftir landsleikjafríið. Við töpuðum ekki boltanum að óþörfu, spiluðum hratt og einfalt. Þess vegna er ég svona ánægður. Þetta er besta frammistaða liðsins síðan ég kom hingað,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Hvaða lið skelfur annars ekki á beinunum þessa dagana þegar það mætir á Ethiad-leikvanginn í Manchester. Síðustu þrír leikirnir segja vissulega sína sögu: 5-0 sigur á Liverpool, 5-0 sigur á Crystal Palace og nú 7-2 sigur á Stoke City. Manchester City liðið er að gera sig líklegt til að stinga af í ensku úrvalsdeildinni enda virðist ekkert lið ráða við sóknarþunga strákana hans Guardiola þessa dagana. „Þeir voru sneggri, sterkari og miklu fljótari að bregðast við. Við áttum á endanum engin svör. Það var nánast ómögulegt að verjast sumum þessara marka vegna gæða sendinganna,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke. Það má heldur ekki gleyma því að liðið var án síns markahæsta leikmanns Sergios Aguero. Manchester City setti ekki bara met í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar með því að skora sitt 29. mark í áttunda deildarleik tímabilsins um helgina heldur þarf að fara aftur um 123 ár til að finna lið í efstu deild á Englandi sem bauð upp á fleiri mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Everton skoraði 30 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilið 1894-95. Enginn lék betur en Belginn Kevin De Bruyne sem sprengdi upp Stoke vörnina með hverri gullsendingunni á fætur annarri og átti þátt í undirbúningi flestra markanna. „Það er yndislegt að sjá liðssamvinnuna í mörkunum okkar. Það er gott flæði í liðinu og við erum allir að spila vel, ekki bara ég,“ sagði De Bruyne við BBC.Kevin De Bruyne.Vísir/GettySá langbesti í deildinni De Bruyne fékk líka hrós frá Guardiola. „Hann er einn af þeim bestu og bjó til mikið fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Einn af þeim sem nýtur góðs af frábærum sendingum De Bruyne er Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus sem skoraði tvö mörk í sigrinum á Stoke. „Ég er rosalega ánægður og þakklátur fyrir að fá að spila með háklassaleikmönnum eins og honum. Við erum allir heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Gabriel Jesus og knattspyrnustjóri Stoke sparaði heldur ekki stóru orðin. „Fyrir mitt leyti þá er hann er langbesti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag,“ sagði Mark Hughes. Næst á dagskrá hjá Manchester City er leikur í Meistaradeildinni á móti Napoli í vikunni en ítalska liðið hefur unnið átta fyrstu leiki sína heima fyrir og þarna mætast því tvö af heitustu liðum Evrópu í dag með stálin stinn.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Manchester-liðin komu kannski ekkert á óvart um helgina þrátt fyrir að staðan breyttist á toppnum. Manchester City tók enn eitt liðið í kennslustund á Ethiad-leikvanginum á meðan Jose Mourinho mætti að venju eins og varkárasti þjálfari deildarinnar á útivöll á móti einu af stóru liðum deildarinnar. Stórleikur helgarinnar var markalaust jafntefli Liverpool og Manchester United á Anfield og olli hann vonbrigðum. Ekki kom þó frammistaða United-liðsins mikið á óvart enda hefur liðið aðeins skorað eitt mark samanlagt í síðustu sex útileikjum sínum á móti sex bestu liðum deildarinnar. Sóknarleikurinn var hins vegar á oddinum hjá nágrönnum þeirra í Manchester City sem sóttu á öllu liðinu í bókstaflegri merkingu í 7-2 sigri á Stoke. Gott dæmi um það er að 10 af 11 útileikmönnum liðsins bjuggu til sextán færi liðsins í leiknum. City-liðið komst tveimur stigum fram úr nágrönnum sínum um helgina en United-liðið hélt aftur á móti marki sínu hreinu í sjöunda sinn í fyrstu átta umferðunum. Við þurfum hins vegar að bíða fram í jólamánuðinn eftir því að besta sóknin og besta vörnin mætist en þá er líklegt að forskot City verði meira.Vísir/GettyBesta frammistaðan undir hans stjórn „Ég er mjög ánægður. Við urðum að ná upp einbeitingu eftir landsleikjafríið. Við töpuðum ekki boltanum að óþörfu, spiluðum hratt og einfalt. Þess vegna er ég svona ánægður. Þetta er besta frammistaða liðsins síðan ég kom hingað,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Hvaða lið skelfur annars ekki á beinunum þessa dagana þegar það mætir á Ethiad-leikvanginn í Manchester. Síðustu þrír leikirnir segja vissulega sína sögu: 5-0 sigur á Liverpool, 5-0 sigur á Crystal Palace og nú 7-2 sigur á Stoke City. Manchester City liðið er að gera sig líklegt til að stinga af í ensku úrvalsdeildinni enda virðist ekkert lið ráða við sóknarþunga strákana hans Guardiola þessa dagana. „Þeir voru sneggri, sterkari og miklu fljótari að bregðast við. Við áttum á endanum engin svör. Það var nánast ómögulegt að verjast sumum þessara marka vegna gæða sendinganna,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke. Það má heldur ekki gleyma því að liðið var án síns markahæsta leikmanns Sergios Aguero. Manchester City setti ekki bara met í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar með því að skora sitt 29. mark í áttunda deildarleik tímabilsins um helgina heldur þarf að fara aftur um 123 ár til að finna lið í efstu deild á Englandi sem bauð upp á fleiri mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Everton skoraði 30 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilið 1894-95. Enginn lék betur en Belginn Kevin De Bruyne sem sprengdi upp Stoke vörnina með hverri gullsendingunni á fætur annarri og átti þátt í undirbúningi flestra markanna. „Það er yndislegt að sjá liðssamvinnuna í mörkunum okkar. Það er gott flæði í liðinu og við erum allir að spila vel, ekki bara ég,“ sagði De Bruyne við BBC.Kevin De Bruyne.Vísir/GettySá langbesti í deildinni De Bruyne fékk líka hrós frá Guardiola. „Hann er einn af þeim bestu og bjó til mikið fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Einn af þeim sem nýtur góðs af frábærum sendingum De Bruyne er Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus sem skoraði tvö mörk í sigrinum á Stoke. „Ég er rosalega ánægður og þakklátur fyrir að fá að spila með háklassaleikmönnum eins og honum. Við erum allir heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Gabriel Jesus og knattspyrnustjóri Stoke sparaði heldur ekki stóru orðin. „Fyrir mitt leyti þá er hann er langbesti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag,“ sagði Mark Hughes. Næst á dagskrá hjá Manchester City er leikur í Meistaradeildinni á móti Napoli í vikunni en ítalska liðið hefur unnið átta fyrstu leiki sína heima fyrir og þarna mætast því tvö af heitustu liðum Evrópu í dag með stálin stinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira