Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 11:30 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk. Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur lýst því frekar hvernig hún upplifði kynferðislega áreitni frá leikstjóranum Lars von Trier við tökur á dönsku kvikmyndinni Dancer in the Dark. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook á sunnudag þar sem hún lýsti áreitninni frá Lars á tökustað. Samdægurs birti Jótlandspósturinn viðtal við Peter Aalbæk Jensen, framleiðanda Dancer in the Dark, þar sem hann hafnaði þessum ásökunum og sagði Björk hafa stjórnað öllu á tökustað og gert öllum erfitt fyrir við tökur myndarinnar. Lars von Trier hefur sjálfur einnig hafnað þessum ásökunum Bjarkar og er málflutningar hans svipaður og sá frá Jensen. Segir hann hafa strokið hana mínútum saman Í Facebook-færslu sem Björk birtir í dag segir hún Lars hafa hlaupið til hennar eftir hverja töku, tekið utan um hana fyrir framan allt tökuteymið og stundum strokið hana mínútum saman gegn hennar vilja. Hún sagðist hafa hafa beðið hann um að hætta þessum snertingum og hann hafa brjálast við það og brotið stól fyrir framan alla á tökustað. „Eins og einhver sem alltaf hefur mátt láta vel að leikkonum sínum. Við vorum síðan öll send heim.“ Á meðan tökum stóð hafi Lars stöðugt hvíslað að henni kynferðisleg boð gegn hennar vilja. Þeim fylgdu grafískar lýsingar sem Björk segir hafa verið lamandi fyrir hana. „Stundum á meðan eiginkonan hans stóð hjá okkur.“ Klifraði á milli svala Þegar tökur fóru fram í Svíþjóð hafi hann hótað að klifra á milli svala á hóteli til að komast inn á hótelherbergi hennar með augljósan ásetning um kynferðislega tilburði. „Á meðan eiginkonan hans var í næsta herbergi. Ég náði að flýja í herbergi til vinar míns. Þetta er það sem gerði það að verkum að ég áttaði mig á alvarleika málsins og fékk mig til að standa á mínu.“ Hún segir Lars hafa skáldað sögur í fjölmiðlum um það að hún hefði verið erfið á tökustað. „Þetta passar fullkomlega við aðferðir Weinstein. Ég hef aldrei borðað blússu. Ekki viss um að það sé jafnvel hægt,“ skrifar Björk og vitnar þar í bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem hefur verið sakaður af fjölda kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Hafa margar þeirra sagst hafa verið hræddar við að segja frá framferði Weinsteins því þær óttuðust að hann myndi gera út af við feril þeirra, enda einn af valdamestu mönnum Hollywood. Peter Aalbæk Jensen minntist á þetta blússuatvik í viðtalinu við Jótlandspóstinn. Áður höfðu verið sagðar fréttir af því að Björk hefði neitað að klæðast blússu við tökur á myndinni sem von Trier hafði óskað eftir. Í mómælaskyni átti hún að hafa rifið blússuna og lagt tætlur hennar sér til munns. Hún segist ekki hafa samþykkt að vera beit kynferðislegri áreitni. Það hafi verið túlkað eins og hún hafi reynst erfið á tökustað. „Ef það að standa á sínu er að vera erfið, þá skal ég vera það,“ skrifar Björk.
Björk MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila