Rúnar byrjaður að styrkja KR-liðið | Kristinn og Björgvin í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 14:50 Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira