90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 23:30 90 prósent kjósenda kusu "já“, með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45