Íslenski boltinn

Bjarni verður aðstoðarmaður Rúnars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni er kominn aftur í KR.
Bjarni er kominn aftur í KR. vísir/anton
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 verður Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR.

Bjarni lék undir stjórn Rúnars hjá KR og var fyrirliði liðsins þegar það varð Íslandsmeistari 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011, 2012 og 2014.

Bjarni tók við KR af Rúnari haustið 2014. Undir hans stjórn endaði KR í 3. sæti Pepsi-deildar karla 2015 og komst í bikarúrslit.

Bjarni var látinn taka pokann sinn hjá KR í júní 2016 eftir slæmt gengi í upphafi tímabils.

Á síðasta tímabili var Bjarni aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi R. Nú þarf Logi hins vegar að finna sér nýjan aðstoðarmann.

Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í gær. Hann stýrði Vesturbæjarliðinu áður með frábærum árangri á árunum 2010-14.


Tengdar fréttir

KR-ingar skoruðu ekki á heimavelli eftir 31. júlí

Markaleysi KR-inga á heimavelli er örugglega ein aðalástæðan fyrir því að KR verður ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili. KR endaði í 4. Sæti Pepsi-deildarinnar en Valur, Stjarnan og FH komust í Evrópukeppnina. Það verður örugglega í forgangi að laga þetta hjá nýjum þjálfara KR-liðsins, Rúnari Kristinssyni.

Rúnar tekur aftur við KR-liðinu

Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag.

Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu

Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×