Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum 7. október 2017 06:00 ICAN-liðar voru einkar ánægðir með verðlaunin. Nordicphotos/AFP Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira