Fótbolti

Íslensku strákarnir hafa unnið síðustu 320 mínútur í Dalnum 7-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar marki á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í fyrra.
Alfreð Finnbogason fagnar marki á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í fyrra. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið spilar á rétta vellinum á móti Kósóvó í kvöld ef marka má gengi liðsins á þjóðarleikvanginum í Laugardal síðustu árin.Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki tapað á Laugardalsvellinum í fjögur og hálft ár eða síðan í byrjun júní 2013.Íslenska liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari undankeppni og markatalan er 8-2 íslenska liðinu í vil.Það vekur þó athygli að bæði mörkin sem íslensku strákarnir hafa fengið á sig í Dalnum í undankeppni HM 2018 komu á móti Finnlandi í fyrsta heimaleiknum.Íslenska liðið lenti þá 2-1 undir en tókst að tryggja sér dramatískan sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma.Mörkin mikilvægu skoruðu þeir Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. Síðan þá hefur íslenska liðið spilað þrjá heimaleiki í röð án þess að fá á sig mark.Íslensku strákarnir hafa skorað fimm mörk í sigurleikjum á Tyrkjum, Króötum og Úkraínumönnum án þess að mótherjarnir hafa náð að svara fyrir sig.Íslenska liðið hefur því unnið síðustu 320 mínúturnar sínar í Laugardalnum með markatölunni 7-0 sem ætti að boða gott fyrir leikinn við Kósóvó í kvöld.Síðustu mörkin í keppnisleikjum á LaugardalsvelliGylfi Þór Sigurðsson, Íslandi á móti Úkraínu

Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandi á móti Úkraínu

Hörður Björgvin Magnússon, Íslandi á móti Króatíu

Alfreð Finnbogason, Íslandi á móti Tyrklandi

Sjálfsmark Tyrkja fyrir Ísland á móti Tyrklandi

Ragnar Sigurðsson, Íslandi á móti Finnlandi

Alfreð Finnbogason, Íslandi á móti FinnlandiSíðastur til að skora á móti Íslandi var Finninn Robin Lod á 39. mínútu í leik Íslands og Finnlands 6. október 2016. Síðan hefur íslenska liðið spilað í 320 mínútur í Laugardalnum án þess að fá á sig mark.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.