Fótbolti

Íslensku strákarnir hafa unnið síðustu 320 mínútur í Dalnum 7-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar marki á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í fyrra.
Alfreð Finnbogason fagnar marki á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í fyrra. Vísir/Getty

Íslenska karlalandsliðið spilar á rétta vellinum á móti Kósóvó í kvöld ef marka má gengi liðsins á þjóðarleikvanginum í Laugardal síðustu árin.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki tapað á Laugardalsvellinum í fjögur og hálft ár eða síðan í byrjun júní 2013.

Íslenska liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari undankeppni og markatalan er 8-2 íslenska liðinu í vil.

Það vekur þó athygli að bæði mörkin sem íslensku strákarnir hafa fengið á sig í Dalnum í undankeppni HM 2018 komu á móti Finnlandi í fyrsta heimaleiknum.

Íslenska liðið lenti þá 2-1 undir en tókst að tryggja sér dramatískan sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Mörkin mikilvægu skoruðu þeir Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. Síðan þá hefur íslenska liðið spilað þrjá heimaleiki í röð án þess að fá á sig mark.

Íslensku strákarnir hafa skorað fimm mörk í sigurleikjum á Tyrkjum, Króötum og Úkraínumönnum án þess að mótherjarnir hafa náð að svara fyrir sig.

Íslenska liðið hefur því unnið síðustu 320 mínúturnar sínar í Laugardalnum með markatölunni 7-0 sem ætti að boða gott fyrir leikinn við Kósóvó í kvöld.

Síðustu mörkin í keppnisleikjum á Laugardalsvelli

Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandi á móti Úkraínu
Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandi á móti Úkraínu
Hörður Björgvin Magnússon, Íslandi á móti Króatíu
Alfreð Finnbogason, Íslandi á móti Tyrklandi
Sjálfsmark Tyrkja fyrir Ísland á móti Tyrklandi
Ragnar Sigurðsson, Íslandi á móti Finnlandi
Alfreð Finnbogason, Íslandi á móti Finnlandi

Síðastur til að skora á móti Íslandi var Finninn Robin Lod á 39. mínútu í leik Íslands og Finnlands 6. október 2016. Síðan hefur íslenska liðið spilað í 320 mínútur í Laugardalnum án þess að fá á sig mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.