Fótbolti

Skoraði ekki í 34 landsleikjum í röð en svo tvisvar á fjórum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Vísir/Eyþór

Jóhann Berg Guðmundsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 í leiknum mikilvæga á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum í kvöld en íslenska landsliðið tryggir sér sæti á HM með sigri.

Jóhann Berg var þarna að skora í sínum öðrum landsleik í röð en hann skoraði fyrsta mark íslenska landsliðsins í 3-0 sigri úti í Tyrklandi á föstudagskvöldið.

Jóhann Berg hefur nú skorað 6 mörk í 62 landsleikjum en hann þurfti að bíða lengi eftir marki númer fimm.

Þegar Jóhann Berg skoraði í leiknum á móti Tyrklandi þá var hann ekki búinn að skora í 34 landsleikjum í röð eða síðan að hann skoraði þrennuna eftirminnilegu á móti Sviss úti í Bern.

Jóhann Berg var kominn með 4 landsliðsmörk í 26 landsleikjum eftir þann leik en síðan liðu fjögur ár og einn mánuður, samtals 1491 dagur, þar til hann var aftur á skotskónum í landsliðsbúningnum.

Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir tímasetningunni á mörkum Jóhanns því þessi tvö mörk hans voru gríðarlega mikilvæg í baráttunni um HM-sætið.

Hann kom okkur á bragðið á móti Tyrkjum og kom íslenska liðinu síðan í frábæra stöðu á móti Kósóvó.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.