Innlent

Setja upp svið á Ingólfstorgi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Ingólfstorgi í fyrrasumar á meðan EM stóð yfir þar sem landsmenn komu saman og fylgdust með strákunum okkar í Frakklandi.
Frá Ingólfstorgi í fyrrasumar á meðan EM stóð yfir þar sem landsmenn komu saman og fylgdust með strákunum okkar í Frakklandi. vísir/eyþór
Búið er að setja upp svið á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur en vegfarendur tóku eftir því strax í gær að byrjað var að setja upp sviðið.

Engar upplýsingar fást hjá Reykjavíkurborg varðandi það hvers vegna sviðið er sett upp. Þó má leiða líkur að því að stefnt sé á hátíðahöld í miðbænum í kvöld ef íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemst á HM í Rússlandi en liðið getur tryggt sér farmiðann á mótið í kvöld með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli.

Þegar liðið komst á Evrópumótið í Frakklandi í september 2015 voru hátíðahöld á Ingólfstorgi þar sem tónlistarmenn komu fram áður en landsliðið sjálft mætti og fagnaði með mannfjöldanum.

Á meðan á EM stóð var síðan sett upp svokallað FanZone, eða áhorfendasvæði, á Ingólfstorgi þar sem fólk kom saman og fylgdist með leikjum landsliðsins í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands

Mikill áhugi er hjá Íslendingum á flugferðum til Rússlands nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hársbreidd frá HM á næsta ári. Verður öðruvísi ferðalag en til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×