Ian Wright tekur grimman Ragnar Reykás um kaup Everton á Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 12:00 Nú á að leysa besta manninn af með 19 ára ungstirni...? vísir/getty Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta, fór yfir vandræði Everton í enska boltanum í útvarpsviðtali á BBC í gær en hann er einn af fótboltasérfræðingum enska ríkissjónvarpsins. Everton er í stórkostlegum vandræðum þessa dagana en liðið er ekki búið að vinna í sex leikjum í röð í öllum keppnum. Það er búið að tapa fjórum í röð án þess að skora mark en það hefur ekki komið boltanum í netið síðan Gylfi Þór skoraði markið ótrúlega á móti Hadjuk Split í forkeppni Evrópudeildarinnar í lok ágúst. Varnarleikurinn hefur einnig verið hörmung en Everton er búið að fá á sig ellefu mörk í síðustu fjórum leikjum en lærisveinar Ronalds Koeman eru í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir.| THIS is how you score your first goal for #EFC!! #EFCawayday#UELpic.twitter.com/zfGQF74gIe — Everton (@Everton) August 24, 2017Gylfi Þór var keyptur fyrir 45 milljónir punda.vísir/gettyInn með táninginn Eitt stærsta vandamál Everton í sóknarleiknum er hraði fram á við. Ian Wright spyr sig hvers vegna enska ungstirnið Ademola Lookman fær ekki tækifæri en Koeman keypti hann frá Charlton í byrjun sumars fyrir ellefu milljónir punda. Wright finnst að Lookman, sem er ógnarfljótur og ein af vonarstjörnum enska boltans, hefði átt að fá fleiri tækifæri áður en Gylfi Þór Sigurðsson var keyptur fyrir 45 milljónir punda frá Swansea. Wright segir Gylfa samt sem áður frábæran leikmann. „Gylfi er frábær og ég er viss um að seinna á leiktíðinni munum við fá að sjá það. Mér finnst Lookman samt ekki svo ótrúlega langt frá þessu,“ sagði Wright á BBC í gærkvöldi. „Af hverju ertu að kaupa Gylfa á svona mikinn pening þegar þú veist að þig vantar framherja. Everton hefði líka getað sparað sér smá pening og gefið Lookman tækifærið. Þeir eru með Wayne Rooney þarna og svo er hægt að henda Lookman inn á. Af hverju fær hann ekki tækifæri?“Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney fara yfir stöðuna á Old Trafford þar sem liðið tapaði, 4-0.Vísir/AFPGylfi verður bestur Þegar menn tala jafnmikið um fótbolta opinberlega og Ian Wright er alltaf hætta á því að lenda í mótsögn við sjálfan sig og það gerðist svo um munar í þessu tilviki hjá Wright. Það má segja að hann hafi tekið alveg grimman Ragnar Reykás í þessu málefni. Wright var nefnilega hrifinn af kaupum Everton á Gylfa og rúmlega það. Hann mætti sem gestur í þáttinn The Debate á Sky Sports í byrjun ágúst þegar félagaskiptasaga Gylfa stóð sem hæst og lofaði þar íslenska landsliðsmanninn í hástert. „Swansea verður að gera það besta fyrir sig í þessu öllu saman. Verðið skiptir engu máli því markaðurinn er svo skrítinn. Það er þess virði fyrir Everton að borga Swansea hvaða upphæð sem er fyrir Gylfa. Gylfi verður besti leikmaður Everton tölfræðilega ef hann fer þangað,“ sagði Ian Wright um Gylfa áður en hann skipti um skoðun. Enski boltinn Tengdar fréttir Matraðarkvöld hjá Gylfa og félögum á Ítalíu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton voru rassskelltir í fyrri hálfleik í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 14. september 2017 18:45 Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti. 18. september 2017 08:00 Blaðamaður á Guardian: Gylfi er það sem Everton vantar Jonathan Wilson, blaðamaður á Guardian og rithöfundur frá Sunderland, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton og íslenska landsliðsins. 16. september 2017 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta, fór yfir vandræði Everton í enska boltanum í útvarpsviðtali á BBC í gær en hann er einn af fótboltasérfræðingum enska ríkissjónvarpsins. Everton er í stórkostlegum vandræðum þessa dagana en liðið er ekki búið að vinna í sex leikjum í röð í öllum keppnum. Það er búið að tapa fjórum í röð án þess að skora mark en það hefur ekki komið boltanum í netið síðan Gylfi Þór skoraði markið ótrúlega á móti Hadjuk Split í forkeppni Evrópudeildarinnar í lok ágúst. Varnarleikurinn hefur einnig verið hörmung en Everton er búið að fá á sig ellefu mörk í síðustu fjórum leikjum en lærisveinar Ronalds Koeman eru í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir.| THIS is how you score your first goal for #EFC!! #EFCawayday#UELpic.twitter.com/zfGQF74gIe — Everton (@Everton) August 24, 2017Gylfi Þór var keyptur fyrir 45 milljónir punda.vísir/gettyInn með táninginn Eitt stærsta vandamál Everton í sóknarleiknum er hraði fram á við. Ian Wright spyr sig hvers vegna enska ungstirnið Ademola Lookman fær ekki tækifæri en Koeman keypti hann frá Charlton í byrjun sumars fyrir ellefu milljónir punda. Wright finnst að Lookman, sem er ógnarfljótur og ein af vonarstjörnum enska boltans, hefði átt að fá fleiri tækifæri áður en Gylfi Þór Sigurðsson var keyptur fyrir 45 milljónir punda frá Swansea. Wright segir Gylfa samt sem áður frábæran leikmann. „Gylfi er frábær og ég er viss um að seinna á leiktíðinni munum við fá að sjá það. Mér finnst Lookman samt ekki svo ótrúlega langt frá þessu,“ sagði Wright á BBC í gærkvöldi. „Af hverju ertu að kaupa Gylfa á svona mikinn pening þegar þú veist að þig vantar framherja. Everton hefði líka getað sparað sér smá pening og gefið Lookman tækifærið. Þeir eru með Wayne Rooney þarna og svo er hægt að henda Lookman inn á. Af hverju fær hann ekki tækifæri?“Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney fara yfir stöðuna á Old Trafford þar sem liðið tapaði, 4-0.Vísir/AFPGylfi verður bestur Þegar menn tala jafnmikið um fótbolta opinberlega og Ian Wright er alltaf hætta á því að lenda í mótsögn við sjálfan sig og það gerðist svo um munar í þessu tilviki hjá Wright. Það má segja að hann hafi tekið alveg grimman Ragnar Reykás í þessu málefni. Wright var nefnilega hrifinn af kaupum Everton á Gylfa og rúmlega það. Hann mætti sem gestur í þáttinn The Debate á Sky Sports í byrjun ágúst þegar félagaskiptasaga Gylfa stóð sem hæst og lofaði þar íslenska landsliðsmanninn í hástert. „Swansea verður að gera það besta fyrir sig í þessu öllu saman. Verðið skiptir engu máli því markaðurinn er svo skrítinn. Það er þess virði fyrir Everton að borga Swansea hvaða upphæð sem er fyrir Gylfa. Gylfi verður besti leikmaður Everton tölfræðilega ef hann fer þangað,“ sagði Ian Wright um Gylfa áður en hann skipti um skoðun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Matraðarkvöld hjá Gylfa og félögum á Ítalíu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton voru rassskelltir í fyrri hálfleik í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 14. september 2017 18:45 Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti. 18. september 2017 08:00 Blaðamaður á Guardian: Gylfi er það sem Everton vantar Jonathan Wilson, blaðamaður á Guardian og rithöfundur frá Sunderland, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton og íslenska landsliðsins. 16. september 2017 08:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Matraðarkvöld hjá Gylfa og félögum á Ítalíu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton voru rassskelltir í fyrri hálfleik í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 14. september 2017 18:45
Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti. 18. september 2017 08:00
Blaðamaður á Guardian: Gylfi er það sem Everton vantar Jonathan Wilson, blaðamaður á Guardian og rithöfundur frá Sunderland, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton og íslenska landsliðsins. 16. september 2017 08:00