Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney fara yfir stöðuna á Old Trafford í gær. Vísir/AFP Gylfi Þór Sigurðsson lék í gær sinn sjötta leik með Everton en íslenski landsliðsmaðurinn hefur enn ekki náð að fagna sigri í Everton-búningnum. Útlitið er allt annað en bjart á Goodison Park eftir þrjú stór töp á aðeins átta dögum. Everton tapaði 4-0 fyrir Manchester United í gær en hafði áður tapað 3-0 fyrir Atalanta í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og 3-0 á móti Tottenham á heimavelli um síðustu helgi. Gylfi kom fyrst inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli á móti Manchester City 21. ágúst síðastliðinn þar sem City-menn jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok og Gylfi skoraði síðan eftirminnilegt jöfnunarmark á móti króatíska liðinu Hajduk Split í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Frá því að Gylfi skoraði magnað mark frá miðlínu Poljud-leikvangsins í Split 24. ágúst síðastliðinn þá hafa hvorki hann né liðsfélagar hans í Everton fundið leið í mark andstæðinganna. Everton-liðið hefur nú leikið í 404 mínútur án þess að skora mark og við erum að tala um lið sem fékk til síns Gylfa og sjálfan Wayne Rooney fyrir tímabilið.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í gær.Vísir/AFP150 milljónir í nýja leikmenn Gylfi var keyptur til Everton fyrir meira en 40 milljónir punda og Ronaldo Komen eyddi meira en 150 milljónir punda í nýja leikmenn í sumar. Stefnan var að koma Everton-liðinu inn í baráttuna um toppsæti deildarinnar og Meistaradeildardraumar voru farnir að gera vart við sig hjá stuðningsmönnum félagsins. Nú eftir fimm leiki situr Everton-liðið hins vegar í fallsæti deildarinnar með markatöluna 2-10. Það er bara eitt lið með verri markatölu og það er lið Crystal Palace sem hefur enn ekki skorað á leiktíðinni. Það er líka farið að hitna undir knattspyrnustjóranum Ronald Koeman. Crystal Palace er þegar búið að reka stjórann og Koeman gæti verið næstur til að taka pokann sinn. Verðum að fara vinna leiki „Stundum uppskerð þú meira en þú átt skilið. Við gerðum stór mistök í stöðunni 1-0 og eftir það var þetta búið. Ég var samt ánægður með það sem ég sá frá liðinu mínu í dag og mun ánægðari en með leikinn á fimmtudaginn,“ sagði Ronald Koeman. „Það eru ekki mörg lið sem geta búið sér til við jafngóð færi og við gerðum í dag. Við nýttum þau ekki og eftir þessi mistök var staðan orðin 2-0. Eftir þennan leik þá eigum við fjóra heimaleiki í röð og við verðum að fara að vinna leiki því annars lendum við í vandræðum,“ sagði Koeman.Vísir/GettyGylfi fékk annað þessara færa en hitt fékk Wayne Rooney sem lék við hlið hans í framlínunni. Þeir tveir eru ekki fljótustu leikmennirnir í boltanum og klókindin eða reynslan koma mönnum bara ákveðið langt í boltanum. Gylfi var keyptur til að hjálpa Everton að komast upp í hóp bestu liðanna en ekki vegna þess hversu öflugur hann var að bjarga Swansea frá falli úr ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil. Gylfi er vissulega í nýju liði en liðið hans er samt á sömu slóðum og síðustu ár.Svipuð byrjun og hjá Swansea Líkt og Everton í ár þá vann Swansea 1-0 sigur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en svo tóku við ellefu deildarleikir í röð án sigurs. Everton-liðið er ekki alveg komið þangað en það eru ýmsar vísbendingar um að þetta gæti orðið mikið basltímabil fyrir Gylfa og félaga. Swansea var í 15. sæti með fjögur stig á sama tíma í fyrra en eftir ellefu leiki í röð án sigurs var liðið komið niður í neðsta sæti og búið að skipta um stjóra. Bob Bradley entist reyndar stutt og það þurfti Paul Clement og svo auðvitað magnaða frammistöðu frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að Swansea kæmist upp úr fallsæti og næði að bjarga sér frá falli. Hvort stjóri Gylfa verður rekinn í þriðja sinn á innan við ári kemur í ljós en það er smá ljósglæta við enda ganganna. Eftir erfiða leiki að undanförnu ætti þetta að verða aðeins auðveldara í næstu leikjum á móti Bournemoth, Burnley og Brighton. Everton þarf helst sigur í þeim öllum ætli liðið sér að gera eitthvað á þessari leiktíð. Gylfi á það nú skilið eftir erfið ár að kynnast hinum enda töflunnar líka.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Chelsea og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Brúnni í gær í uppgjöri stóru nágrannanna í London. Arsenal fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleik og skoraði mark sem var dæmt af í þeim síðari en tókst að enda fimm leikja taphrinu sína á Stamford Bridge.Hvað kom á óvart? Burnley fékk aðeins 7 stig samtals á útivelli á síðustu leiktíð en eftir 1-1 jafntefli á Anfield um helgina hefur liðið náð í 5 stig í fyrstu þremur útileikjum tímabilsins sem hafa verið á móti risunum Chelsea (3-2), Tottenham (1-1) og Liverpool (1-1).Mestu vonbrigðin Tottenham tókst ekki að skora í markalausu jafntefli á móti Swansea á heimavelli um helgina og hefur því þegar tapað fjórum stigum í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á Wembley í ensku úrvalsdeildinni. Talandi um að sakna White Hart Lane. Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék í gær sinn sjötta leik með Everton en íslenski landsliðsmaðurinn hefur enn ekki náð að fagna sigri í Everton-búningnum. Útlitið er allt annað en bjart á Goodison Park eftir þrjú stór töp á aðeins átta dögum. Everton tapaði 4-0 fyrir Manchester United í gær en hafði áður tapað 3-0 fyrir Atalanta í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og 3-0 á móti Tottenham á heimavelli um síðustu helgi. Gylfi kom fyrst inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli á móti Manchester City 21. ágúst síðastliðinn þar sem City-menn jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok og Gylfi skoraði síðan eftirminnilegt jöfnunarmark á móti króatíska liðinu Hajduk Split í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Frá því að Gylfi skoraði magnað mark frá miðlínu Poljud-leikvangsins í Split 24. ágúst síðastliðinn þá hafa hvorki hann né liðsfélagar hans í Everton fundið leið í mark andstæðinganna. Everton-liðið hefur nú leikið í 404 mínútur án þess að skora mark og við erum að tala um lið sem fékk til síns Gylfa og sjálfan Wayne Rooney fyrir tímabilið.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í gær.Vísir/AFP150 milljónir í nýja leikmenn Gylfi var keyptur til Everton fyrir meira en 40 milljónir punda og Ronaldo Komen eyddi meira en 150 milljónir punda í nýja leikmenn í sumar. Stefnan var að koma Everton-liðinu inn í baráttuna um toppsæti deildarinnar og Meistaradeildardraumar voru farnir að gera vart við sig hjá stuðningsmönnum félagsins. Nú eftir fimm leiki situr Everton-liðið hins vegar í fallsæti deildarinnar með markatöluna 2-10. Það er bara eitt lið með verri markatölu og það er lið Crystal Palace sem hefur enn ekki skorað á leiktíðinni. Það er líka farið að hitna undir knattspyrnustjóranum Ronald Koeman. Crystal Palace er þegar búið að reka stjórann og Koeman gæti verið næstur til að taka pokann sinn. Verðum að fara vinna leiki „Stundum uppskerð þú meira en þú átt skilið. Við gerðum stór mistök í stöðunni 1-0 og eftir það var þetta búið. Ég var samt ánægður með það sem ég sá frá liðinu mínu í dag og mun ánægðari en með leikinn á fimmtudaginn,“ sagði Ronald Koeman. „Það eru ekki mörg lið sem geta búið sér til við jafngóð færi og við gerðum í dag. Við nýttum þau ekki og eftir þessi mistök var staðan orðin 2-0. Eftir þennan leik þá eigum við fjóra heimaleiki í röð og við verðum að fara að vinna leiki því annars lendum við í vandræðum,“ sagði Koeman.Vísir/GettyGylfi fékk annað þessara færa en hitt fékk Wayne Rooney sem lék við hlið hans í framlínunni. Þeir tveir eru ekki fljótustu leikmennirnir í boltanum og klókindin eða reynslan koma mönnum bara ákveðið langt í boltanum. Gylfi var keyptur til að hjálpa Everton að komast upp í hóp bestu liðanna en ekki vegna þess hversu öflugur hann var að bjarga Swansea frá falli úr ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil. Gylfi er vissulega í nýju liði en liðið hans er samt á sömu slóðum og síðustu ár.Svipuð byrjun og hjá Swansea Líkt og Everton í ár þá vann Swansea 1-0 sigur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en svo tóku við ellefu deildarleikir í röð án sigurs. Everton-liðið er ekki alveg komið þangað en það eru ýmsar vísbendingar um að þetta gæti orðið mikið basltímabil fyrir Gylfa og félaga. Swansea var í 15. sæti með fjögur stig á sama tíma í fyrra en eftir ellefu leiki í röð án sigurs var liðið komið niður í neðsta sæti og búið að skipta um stjóra. Bob Bradley entist reyndar stutt og það þurfti Paul Clement og svo auðvitað magnaða frammistöðu frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að Swansea kæmist upp úr fallsæti og næði að bjarga sér frá falli. Hvort stjóri Gylfa verður rekinn í þriðja sinn á innan við ári kemur í ljós en það er smá ljósglæta við enda ganganna. Eftir erfiða leiki að undanförnu ætti þetta að verða aðeins auðveldara í næstu leikjum á móti Bournemoth, Burnley og Brighton. Everton þarf helst sigur í þeim öllum ætli liðið sér að gera eitthvað á þessari leiktíð. Gylfi á það nú skilið eftir erfið ár að kynnast hinum enda töflunnar líka.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Chelsea og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Brúnni í gær í uppgjöri stóru nágrannanna í London. Arsenal fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleik og skoraði mark sem var dæmt af í þeim síðari en tókst að enda fimm leikja taphrinu sína á Stamford Bridge.Hvað kom á óvart? Burnley fékk aðeins 7 stig samtals á útivelli á síðustu leiktíð en eftir 1-1 jafntefli á Anfield um helgina hefur liðið náð í 5 stig í fyrstu þremur útileikjum tímabilsins sem hafa verið á móti risunum Chelsea (3-2), Tottenham (1-1) og Liverpool (1-1).Mestu vonbrigðin Tottenham tókst ekki að skora í markalausu jafntefli á móti Swansea á heimavelli um helgina og hefur því þegar tapað fjórum stigum í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á Wembley í ensku úrvalsdeildinni. Talandi um að sakna White Hart Lane.
Enski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn