Erlent

"Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“

Anton Egilsson skrifar
María áður en hún gekk á land á Dóminíku.
María áður en hún gekk á land á Dóminíku. Vísir/AP
Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. Er um að ræða fyrsta fjórða flokks fellibylinn sem nær landi á eyjunni frá árinu 1932. BBC greinir frá.„Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða,” segir Abner Gómez, yfirmaður almannavarna á Púertó Ríkó, um stöðuna á eynni. María olli gríðarlegri eyðileggingu þegar hún gekk yfir eyjarnar Guadeloupe og Martinique í Karíbahafinu í gær. Tugir þúsunda heimila á eyjunum eru án rafmagns og þá er staðfest að að minnsta kosti tveir létust á Guadeloupe. Dómíníka var fyrsta eyjan sem varð fyrir barðinu á Maríu. Talið er að minnsta kosti sjö hafi látist og 90 prósent bygginga á eyjunni hafi orðið fyrir skemmdum þegar fellibylurinn gekk yfir. Er talið að María muni næst skella á Dóminíska lýðveldið og á Haíti.  


Tengdar fréttir

Meira tjón fram undan vegna Mariu

Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.