Kemur framherjinn sem Gylfa og félaga vantar frá PSG eða Atletico Madrid? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 08:30 Liðsmenn Atletico Madrid fagna hér marki Kevin Gameiro. Vísir/Getty Everton er líklegt til að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum og samkvæmt frétt í Daily Mirror í dag þá gæti sá leikmaður verið Kevin Gameiro hjá Atletico Madrid. The Sun hefur aftur á móti heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Ronald Koeman vilji fá Edinson Cavani frá Paris Saint Germain. Edinson Cavani er sagði ósáttur með stöðu sína hjá Paris Saint Germain eftir að Brasilíumaðurinn Neymar kom til Parísar en þeir félagar rifustu um hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnu um síðustu helgi. Fleiri félög en Everton hafi samt örugglega mikinn áhuga á að krækja í þennan öfluga Úrúgvæa. Það eru því meiri líkur á því að Frakkinn sé á leiðinni á Goodison Park í janúar. Kevin Gameiro er þrítugur franskur landsliðsframherji sem gæti verið að leita sér að nýju liði á næstunni þar sem að Atletico Madrid hefur fengið til sín Diego Costa frá Chelsea. Diego Costa mun kosta Atletico Madrid mikinn pening (líklega um 67 milljónir punda) og spænska félagið þarf að fá pening inn í staðinn. Það væri því kannski góður kostur í stöðunni að selja Kevin Gameiro nú þegar það er ekkert öruggt að hann fái að spila mikið með Atletico-liðinu eftir áramót. Kevin Gameiro kom til Atletico Madrid frá Sevilla síðasta sumar og borgaði félagið 35 milljónir punda fyrir hann. Hann var með 12 mörk í 29 leikjum í spænsku deildinni á síðasta tímabili. Gameiro hefur skorað 3 mörk í 13 landsleikjum Atletico Madrid gæti lánað Kevin Gameiro til að byrja með en talið er að framherjinn myndi kosta um tuttugu milljónir punda. Everton keypti marga leikmenn í sumar og þar á meðal borgaði félagið metupphæð fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Everton tókst aftur á móti ekki að kaupa framherja en hvorki Olivier Giroud eða Diego Costa vildu koma á Goodison Park. Gylfi hefur enn ekki náð að gefa stoðsendingu á tímabilinu enda vantar Everton-liðinu öflugan leikmann upp á topp. Það sást á því að Everton-liðið skoraði ekki í mörgum leikjum í röð. Tvö mörk Senegalans Oumar Niasse á móti Bournemouth um síðustu helgi var þó jákvæð viðbót við bitlausan sóknarleik liðsins. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Everton er líklegt til að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum og samkvæmt frétt í Daily Mirror í dag þá gæti sá leikmaður verið Kevin Gameiro hjá Atletico Madrid. The Sun hefur aftur á móti heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Ronald Koeman vilji fá Edinson Cavani frá Paris Saint Germain. Edinson Cavani er sagði ósáttur með stöðu sína hjá Paris Saint Germain eftir að Brasilíumaðurinn Neymar kom til Parísar en þeir félagar rifustu um hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnu um síðustu helgi. Fleiri félög en Everton hafi samt örugglega mikinn áhuga á að krækja í þennan öfluga Úrúgvæa. Það eru því meiri líkur á því að Frakkinn sé á leiðinni á Goodison Park í janúar. Kevin Gameiro er þrítugur franskur landsliðsframherji sem gæti verið að leita sér að nýju liði á næstunni þar sem að Atletico Madrid hefur fengið til sín Diego Costa frá Chelsea. Diego Costa mun kosta Atletico Madrid mikinn pening (líklega um 67 milljónir punda) og spænska félagið þarf að fá pening inn í staðinn. Það væri því kannski góður kostur í stöðunni að selja Kevin Gameiro nú þegar það er ekkert öruggt að hann fái að spila mikið með Atletico-liðinu eftir áramót. Kevin Gameiro kom til Atletico Madrid frá Sevilla síðasta sumar og borgaði félagið 35 milljónir punda fyrir hann. Hann var með 12 mörk í 29 leikjum í spænsku deildinni á síðasta tímabili. Gameiro hefur skorað 3 mörk í 13 landsleikjum Atletico Madrid gæti lánað Kevin Gameiro til að byrja með en talið er að framherjinn myndi kosta um tuttugu milljónir punda. Everton keypti marga leikmenn í sumar og þar á meðal borgaði félagið metupphæð fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Everton tókst aftur á móti ekki að kaupa framherja en hvorki Olivier Giroud eða Diego Costa vildu koma á Goodison Park. Gylfi hefur enn ekki náð að gefa stoðsendingu á tímabilinu enda vantar Everton-liðinu öflugan leikmann upp á topp. Það sást á því að Everton-liðið skoraði ekki í mörgum leikjum í röð. Tvö mörk Senegalans Oumar Niasse á móti Bournemouth um síðustu helgi var þó jákvæð viðbót við bitlausan sóknarleik liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti