Willum: Unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 19:15 Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46
Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42