Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 14:40 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira