Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr laugardagsleikjum enska boltans | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram núna um helgina eftir landsleikjahlé en sjö leikir fóru fram í gær.

Vísir hefur nú tekið samnan samantektarmyndbönd með öllum sjö leikjunum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Manchester City vann 5-0 stórsigur á Liverpool á heimavelli í gær en eftir að Liverpool missti mann af velli undir lok fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvert stigin þrjú færu.

Nágrannar Liverpool-manna í Everton áttu lítið betri dag en þeir steinlágu gegn Tottenham á heimavelli 0-3. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton í leiknum gegn sínum gömlu félögum en Harry Kane skoraði tvö marka Tottenham í leiknum, hans fyrstu í vetur.

Skytturnar eru komnar aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur gegn Bournemouth á heimavelli en það voru þeir Danny Welbeck og Alexandre Lacazette sem sáu um mörkin fyrir heimamenn. Var þetta bráðnauðsynlegur sigur fyrir Arsenal sem var búið að tapa tveimur leikjum af fyrstu þremur fram að því.

Ensku meistarar síðustu þriggja ára mættust á heimavelli Leicester er Chelsea kom í heimsókn og heldur góð byrjun Alvaro Morata áfram. Skoraði hann annað marka Chelsea í 2-1 sigri en gamli Leicester-leikmaðurinn NGolo Kante skoraði markið sem reyndist skila sigrinum.

Manchester United tapaði stigum í fyrsta sinn í vetur í 2-2 jafntefli í Stoke í lokaleik dagsins en Eric Choupo-Moting skoraði bæði mörk Stoke í leiknum, hans fyrstu fyrir félagið.

Þá sótti Watford þrjú stig á suðurströndina til Southampton og nýliðar Brighton unnu fyrsta leik sinn í vetur þegar tóku á móti West Brom.

Manchester City 5-0 Liverpool
Leicester 1-2 Chelsea
Arsenal 3-0 Bournemouth
Southampton 0-2 Watford
Brighton 3-1 West Brom
Everton 0-3 Tottenham
Stoke 2-2 Manchester United

Tengdar fréttir

Gylfi og félagar steinlágu á heimavelli

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton steinlágu á heimavelli 0-3 gegn Tottenham í dag í ensku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji leikur Everton í röð án sigurs.

Choupo-Moting bjargaði stigi fyrir Stoke

Eric Choupo-Moting skoraði bæði mörk Stoke í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum en þetta voru fyrstu mörk hans fyrir félagið.

Kante reyndist hetjan á gamla heimavellinum

NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð.

Skytturnar unnu lífsnauðsynlegan sigur

Lærisveinar Arsene Wenger komust aftur á sigurbraut í 3-0 sigri Arsenal á heimavelli gegn Bournemouth í enska boltanum í dag en Danny Welbeck og Alexandre Lacazette sáu um markaskorunina í leiknum.

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×