Choupo-Moting bjargaði stigi fyrir Stoke

Lukaku komst á blað en gestirnir þurftu að sætta sig við jafntefli
Lukaku komst á blað en gestirnir þurftu að sætta sig við jafntefli vísir/getty
Stoke og Manchester United skyldu jöfn 2-2 í lokaleik dagsins í enska boltanum en Eric Choupo-Moting skoraði bæði mörk Stoke í leiknum, hans fyrstu fyrir félagið.

Kom hann Stoke yfir af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf undir lok fyrri hálfleiks en Marcus Rashford svaraði um hæl í uppbótartíma er skalli Paul Pogba fór af hnakka hans og í netið.

Romelu Lukaku kom gestunum yfir á 57. mínútu eftir frábæra sendingu frá Henrikh Mkhitaryan en Stoke-menn voru fljótir að svara. Var þar að verki Choupo-Moting með skalla eftir hornspyrnu Xherdan Shaqiri.

Reyndist það síðasta mark leiksins þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir Manchester United en þetta voru fyrstu töpuðu stig tímabilsins hjá Manchester United.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira