Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 17:00 Með hækkandi sjávarstöðu og hlýnandi jörðu eykst hættan á öflugum fellibyljum og flóðum. Myndin er frá Jacksonville þar sem ár flæddu yfir bakka sína í gær. Vísir/AFP Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð. Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Heimavarnaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að ríkisstjórn hans taki afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlega en ekki orsakir þeirra. Hann segir að bíða þurfi betri tíma um tengsl hnattrænnar hlýnunar við tvo öfluga fellibyli sem hafa skollið á Bandaríkjunum með skömmu millibili. Töluvert hefur verið rætt um hvernig hnattræn hlýnun af völdum manna gæti hafa aukið styrk fellibyljanna Harvey og Irmu sem hafa valdið mannskaða og eyðileggingu í sunnanverðum Bandaríkjunum á skömmum tíma. Vísindamenn hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar valdi ekki myndun fellibyljanna þá geri hlýrri sjór og loft þeim kleift að verða öflugari en ella.Segist þurfa að rannsaka tengslin beturSlík umræða er þó eitur í beinum ríkisstjórnar Trump og fjölda repúblikana en meirihluti þeirra afneitar vísindalegri þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Þannig sagði Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), að það væri „tillitsleysi“ í garð Texas-búa að ræða um hvort að loftslagsbreytingar hafi gert fellibylinn Harvey enn öflugri. Pruitt hefur áður sagst ekki trúa því að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á það sem loftslagsvísindamenn, þar á meðal hans eigin stofnunar, segja.Bossert sagðist ekki hafa getu til að greina orsakir fellibyljanna í Bandaríkjanna að svo stöddu.Vísir/AFPÁ blaðamannafundi Hvíta hússins í gær var Tom Bossert, heimavarnaráðgjafi Trump, spurður út í tengsl loftslagsbreytinga við veðuröfgarnar. Sagði hann of snemmt að segja til um það og að ríkisstjórnin þyrfti að ráðast í greiningu á hver leitnin væri í þeim efnum „við síðara tæifæri“. „Við höldum áfram að taka loftslagsbreytingar alvarlega, ekki orsakir þeirra, heldur það sem við sjáum,“ sagði Bossert, að því er kemur fram í frétt CNN.Ætla að taka mið af framtíðaraðstæðumRíkisstjórn Trump hefur haft hraðar hendur við að afnema ýmsar reglur sem settar voru á til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlagast þeim frá því að hann tók við völdum. Þannig hefur verið á það bent að Trump afnam reglur um að taka þyrfti tillit til framtíðarflóða í hlýnandi heimi við mannvirkjagerð sem alríkisstjórnin leggur fé í rétt áður en Harvey olli sögulegum flóðum í Texas. Bossert tók þó fram á fundinum að Trump ætlaði að ganga úr skugga um að alríkisfé yrði ekki notað til að endurreisa hluti sem yrðu í hættu í framtíðinni eða yrðu ekki hannaðir til að standa af sér frekari flóð.
Donald Trump Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira