Enski boltinn

Wenger: Lacazette ekki tilbúinn í 90 mínútur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandre Lacazette var aðeins 94 sekúndur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal.
Alexandre Lacazette var aðeins 94 sekúndur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal. vísir/getty
Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, segir framherjann Alexandre Lacazette ekki tilbúinn til þess að spila 90 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

Lacazette kom til Arsenal frá Lyon í sumar fyrir metfé og hefur komið við sögu í öllum fimm deildarleikjum félagsins og skorað í þeim tvö mörk.

Hann var tekinn út af á 65. mínútu í jafntefli Arsenal við Chelsea í gær, og virtist allt annað en sáttur með þá ákvörðun Wenger.

„Mér fannst Lacazette eiga góðan fyrri hálfeik. Hann vann vel fyrir liðið og var mjög agaður,“ sagði Wenger eftir leikinn.

„Það tekur smá tíma að ná að viðhalda sömu ákefðinni í 90. mínútur. Við erum með Walcott, Giroud og Sanchez á bekknum. Eftir 65. mínútur í jafn krefjandi leik er eðlilegt að setja ferskar fætur inn.“


Tengdar fréttir

Markalaust í stórleik helgarinnar

Chelsea og Arsenal mættust í stórleik helgarinnar í enska boltanum í dag en bæði lið spiluðu í evrópukeppnum í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×