Markalaust í stórleik helgarinnar Dagur Lárusson skrifar 17. september 2017 14:15 Pedro með Laurent Koscielny á hælunum. Vísir/Getty Chelsea og Arsenal mættust í stórleik helgarinnar í enska boltanum í dag en bæði lið spiluðu í evrópukeppnum í vikunni. Fyrir leik var Chelsea búið að vinna þrjá leiki í röð í deildinni á meðan að Arsenal komst aftur á sigurbrautina síðustu helgi með sigri á Bournemouth. Það voru heimamenn í Chelsea sem að byrjuðu leikinn betur fyrsta korterið en eftir það tóku Arsenal nánast öll völdin á vellinum. Besta færi fyrri hálfleiksins kom rétt fyrir hlé en þá komst Aaron Ramsey í gegnum vörn Chelsea og skaut í stöng og boltinn endaði hjá Lacazette sem að náði einhvern veginn að koma boltanum yfir markið, dauðafæri. Í seinni hálfleiknum var sótt á báða bóga en boltinn vildi ekki inn. Það dróg hins vegar til tíðinda á 86. mínútu en þá fékk David Luiz beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Sead Kolasinac. Niðurstaðan var 0-0 jafntefli og eftir leikinn situr Chelsea í 3.sætinu með 10 stig á meðan Arsenal er í 12. sæti með 7 stig. Enski boltinn
Chelsea og Arsenal mættust í stórleik helgarinnar í enska boltanum í dag en bæði lið spiluðu í evrópukeppnum í vikunni. Fyrir leik var Chelsea búið að vinna þrjá leiki í röð í deildinni á meðan að Arsenal komst aftur á sigurbrautina síðustu helgi með sigri á Bournemouth. Það voru heimamenn í Chelsea sem að byrjuðu leikinn betur fyrsta korterið en eftir það tóku Arsenal nánast öll völdin á vellinum. Besta færi fyrri hálfleiksins kom rétt fyrir hlé en þá komst Aaron Ramsey í gegnum vörn Chelsea og skaut í stöng og boltinn endaði hjá Lacazette sem að náði einhvern veginn að koma boltanum yfir markið, dauðafæri. Í seinni hálfleiknum var sótt á báða bóga en boltinn vildi ekki inn. Það dróg hins vegar til tíðinda á 86. mínútu en þá fékk David Luiz beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Sead Kolasinac. Niðurstaðan var 0-0 jafntefli og eftir leikinn situr Chelsea í 3.sætinu með 10 stig á meðan Arsenal er í 12. sæti með 7 stig.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn