Enski boltinn

Drinkwater og Kanté sameinaðir á nýjan leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Drinkwater er kominn til Chelsea.
Danny Drinkwater er kominn til Chelsea. vísir/getty
Chelsea hefur gengið frá kaupunum á Danny Drinkwater frá Leicester City. Talið er að Englandsmeistararnir hafi borgað 35 milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla Drinkwater.

Hjá Chelsea hittir Drinkwater fyrir N'Golo Kanté sem hann spilaði með hjá Leicester tímabilið 2015-16 þegar Refirnir komu öllum á óvart og urðu Englandsmeistarar.

Drinkwater er uppalinn hjá Manchester United en náði ekki að spila fyrir aðallið félagsins. Hann var lánaður til nokkurra félaga áður en hann gekk í raðir Leicester 2012. Drinkwater lék alls 218 leiki fyrir Chelsea og skoraði 14 mörk. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England.

Chelsea keypti einnig ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino á lokadegi félagaskiptagluggans.

Chelsea er með sex stig eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×