Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin bætti eigið eyðslumet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Man. Utd greiddi 75 milljónir punda fyrir Romelu Lukaku.
Man. Utd greiddi 75 milljónir punda fyrir Romelu Lukaku. vísir/getty
Enn eina ferðina er búið að bæta eyðslumetið í enska boltanum en ensku félögin keyptu leikmenn fyrir 1,4 milljarð punda í sumar.

Það eru um 190 milljarðar íslenskra króna. Alvöru upphæðir.

„Þetta er aukning um 23 prósent á milli ára og endurspeglar vel hversu mikið fé félögin hafa á milli handanna,“ segir Tim Bridge hjá Deloitte.

„Með nýju sjónvarpssamningunum er ekki útlit fyrir annað en að þessi tala muni hækka á næstu árum. Ensku liðin eyða langmestum peningum af öllum deildum Evrópu. Á meðan enska deildin er í 1,4 milljarði punda þá eru hinar stóru deildirnar í kringum 500 milljónir punda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×