Enski boltinn

Stuðningsmenn vilja Hörð í byrjunarlið Bristol

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon átti fínan leik í vinstri bakverðinum.
Hörður Björgvin Magnússon átti fínan leik í vinstri bakverðinum. Vísir/Anton Brink
Eftir góða frammistöðu Harðar Björgvins Magnússonar gegn Úkraínu á Laugardalsvelli fyrr í vikunni birti Bristol Post, staðarblaðið í Bristol á Englandi þar sem Hörður Björgvin leikur með Bristol City í ensku 1. deildinni, grein um íslenska landsliðsmanninn.

Þar var varpað fram spurningu til lesenda hvort Íslendingurinn ætti að fá fleiri tækifæri í byrjunarliði Bristol City. 87% þeirra sem svöruðu könnunninni vildu sjá Hörð fá tækifæri hjá Lee Johnson, knattspyrnustjóra liðsins.

Í greininni er farið fögrum orðum um varnarmanninn. „Heimildarmenn á Íslandi segja Hörð Magnússon hafa verið frábæran í vinstri bakverði. Frasinn „með hann í vasanum“ var notaður um hvernig varnarmaðurinn átti við Andriy Yarmolenko (manninn sem á að fylla skarð Ousmane Dembele hja´Borussia Dortmund).“

Hörður Björgvin hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum hjá Bristol á tímabilinu, báðum í deildarbikarnum.


Tengdar fréttir

Jafntefli hjá Herði og Birki

Íslendingarnir í liðum Bristol City og Aston Villa fengu lítið að láta ljós sín skína er liðin mættust í ensku B-deildinni í kvöld.

Birkir og Hörður á bekknum | Aron Einar í byrjunarliði

Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon þurftu að sitja á tréverkinu í leikjum sinna liða í ensku B-deildinni í dag. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×