Hið erfiða annað ár hjá Jóhanni Berg og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2017 10:00 Jóhann Berg hefur byrjað alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu öðru tímabili hjá Burnley sem freistar þess að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast á miðjum 8. áratugnum að Burnley náði að leika þrjú tímabil í röð í efstu deild. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á síðasta tímabili. Hann byrjaði á bekknum í fjórum af fyrstu fimm deildarleikjum Burnley en Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, setti hann í byrjunarliðið fyrir leik gegn Watford á heimavelli í lok september. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði allan tímann í 2-0 sigri og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu sjö leikjum. Jóhann Berg spilaði sinn besta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Crystal Palace 5. nóvember. Hann skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri sem kom Burnley upp í 9. sæti deildarinnar. Burnley steinlá fyrir West Brom í næstu umferð og í leiknum þar á eftir, gegn Manchester City, meiddist Jóhann Berg aftan í læri og var frá í mánuð. Meiðsli héldu áfram að plaga íslenska landsliðsmanninn og hann var aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifði tímabils. Hann lék alls 20 deildarleiki á síðasta tímabili, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Auk þess lék hann samtals fjóra leiki í ensku bikar- og deildarbikarkeppninni. Jóhann Berg virðist hafa nýtt undirbúningstímabilið vel því hann nýtur nú trausts Dyche og byrjaði alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.Chris Wood, dýrasti leikmaður í sögu Burnley, skorar jöfnunarmarkið gegn Tottenham.vísir/gettyStærsta ástæðan fyrir því að Burnley hélt sér örugglega í deildinni á síðasta tímabili var frábær árangur á heimavelli. Alls fékk Burnley 33 stig á Turf Moor sem var eins gott því uppskeran í 19 útileikjum var aðeins sjö stig. Í upphafi þessa tímabils hefur þessu verið öfugt farið. Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2-3 útisigur á Englandsmeisturum Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg og félagar töpuðu því næst fyrir West Brom á Turf Moor en náðu svo í gott stig gegn Tottenham á Wembley. Fjögur stig úr útileikjum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar í fyrra verður að teljast afar góður árangur fyrir lið sem vann aðeins einn útileik í fyrra. Burnley missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar; Michael Keane og Andre Gray. Í staðinn náði Dyche í menn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jack Cork, Jonathan Walters og Phil Bardsley eru ekki mest spennandi leikmenn í heimi en þeir eru traustir liðsmenn og eiga samtals 640 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þá keypti Burnley Chris Wood, markahæsta leikmann ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, á metverði frá Leeds. Nýsjálendingurinn minnti strax á sig og skoraði jöfnunarmarkið gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Burnley. Annað árið hefur oft reynst liðum sem koma upp í ensku úrvalsdeildina erfitt. Burnley virðist hins vegar ágætlega í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni. Stjórinn er fær í sínu starfi, leikmannahópurinn nokkuð þéttur og liðið þekkir sín takmörk.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu öðru tímabili hjá Burnley sem freistar þess að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast á miðjum 8. áratugnum að Burnley náði að leika þrjú tímabil í röð í efstu deild. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á síðasta tímabili. Hann byrjaði á bekknum í fjórum af fyrstu fimm deildarleikjum Burnley en Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, setti hann í byrjunarliðið fyrir leik gegn Watford á heimavelli í lok september. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði allan tímann í 2-0 sigri og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu sjö leikjum. Jóhann Berg spilaði sinn besta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Crystal Palace 5. nóvember. Hann skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri sem kom Burnley upp í 9. sæti deildarinnar. Burnley steinlá fyrir West Brom í næstu umferð og í leiknum þar á eftir, gegn Manchester City, meiddist Jóhann Berg aftan í læri og var frá í mánuð. Meiðsli héldu áfram að plaga íslenska landsliðsmanninn og hann var aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifði tímabils. Hann lék alls 20 deildarleiki á síðasta tímabili, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Auk þess lék hann samtals fjóra leiki í ensku bikar- og deildarbikarkeppninni. Jóhann Berg virðist hafa nýtt undirbúningstímabilið vel því hann nýtur nú trausts Dyche og byrjaði alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.Chris Wood, dýrasti leikmaður í sögu Burnley, skorar jöfnunarmarkið gegn Tottenham.vísir/gettyStærsta ástæðan fyrir því að Burnley hélt sér örugglega í deildinni á síðasta tímabili var frábær árangur á heimavelli. Alls fékk Burnley 33 stig á Turf Moor sem var eins gott því uppskeran í 19 útileikjum var aðeins sjö stig. Í upphafi þessa tímabils hefur þessu verið öfugt farið. Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2-3 útisigur á Englandsmeisturum Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg og félagar töpuðu því næst fyrir West Brom á Turf Moor en náðu svo í gott stig gegn Tottenham á Wembley. Fjögur stig úr útileikjum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar í fyrra verður að teljast afar góður árangur fyrir lið sem vann aðeins einn útileik í fyrra. Burnley missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar; Michael Keane og Andre Gray. Í staðinn náði Dyche í menn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jack Cork, Jonathan Walters og Phil Bardsley eru ekki mest spennandi leikmenn í heimi en þeir eru traustir liðsmenn og eiga samtals 640 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þá keypti Burnley Chris Wood, markahæsta leikmann ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, á metverði frá Leeds. Nýsjálendingurinn minnti strax á sig og skoraði jöfnunarmarkið gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Burnley. Annað árið hefur oft reynst liðum sem koma upp í ensku úrvalsdeildina erfitt. Burnley virðist hins vegar ágætlega í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni. Stjórinn er fær í sínu starfi, leikmannahópurinn nokkuð þéttur og liðið þekkir sín takmörk.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira