Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr ótrúlegum fallslag í Ólafsvík og mörkin hjá Eyjamönnum

Það stefnir allt í ótrúlega spennu í fallbaráttunni í Pepsi-deild karla en eftir leiki dagsins skilja aðeins þrjú stig að ÍBV í 11. sæti og Víking R. í 8. sæti deildarinnar þegar stutt er eftir af mótinu.

ÍBV gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig í Frostaskjólið þar sem ÍBV vann 3-0 sigur gegn KR. Vann ÍBV því báða leiki liðanna á þessu tímabili en tapið var áfall fyrir KR í baráttunni um Evrópusæti.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hafsteinn Briem og Sindri Magnússon skoruðu mörk ÍBV í leiknum en sigurinn kom ÍBV um tíma upp úr fallsæti en stigið sem Ólafsvíkingar nældu í seinna sendi ÍBV aftur í fallsæti.

Ólafsvíkingar fóru í gegnum sannkallaða rússíbanareið í dag en eftir að hafa komist 3-0 yfir voru heimamenn heppnir að bjarga stigi með jöfnunarmarki á 87. mínútu í 4-4 jafntefli gegn Fjölni.

Fjölnismenn gátu með sigri náð smá svigrúmi á liðin í fallbaráttunni en Kenan Turudija bjargaði stigi fyrir Ólsara sem komust með því upp úr fallsæti á nýjan leik.

Mörkin úr Ólafsvík má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá mörkin úr Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×