Íslenski boltinn

Sjöunda mark Alberts í síðustu þremur leikjum tryggði Fylki sigur á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Brynjar hefur skorað grimmt að undanförnu.
Albert Brynjar hefur skorað grimmt að undanförnu. vísir/ernir
Albert Brynjar Ingason tryggði Fylki gríðarlega mikilvægan sigur á Selfossi í 19. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld. Lokatölur 1-2, Fylki í vil.

Fylkir er með 39 stig í 2. sæti deildarinnar, sex stigum frá Þrótti og HK sem eru með 33 stig í 3. og 4. sætinu. Selfoss er í 9. sæti deildarinnar með 24 stig.

Leikurinn var aðeins átta mínútna gamall þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson stakk boltanum inn á Ragnar Braga Sveinsson sem kom boltanum framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni, markverði Selfoss, og kom Fylki yfir.

Á 29. mínútu fékk Selfoss vítaspyrnu. Ivan Martinez Gutierrez fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Á 68. mínútu var svo komið að Alberti sem skoraði sigurmark Árbæinga eftir sendingu frá Ragnari Braga. Þetta var sjöunda mark Alberts í síðustu þremur leikjum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×