Erlent

Abadi lýsir yfir sigri í Tal Afar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Tal Afar.
Frá Tal Afar. Vísir/AFP
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur lýst yfir sigri gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í borginni Tal Afar. Borgin er í norðurhluta Íraks og var eitt af síðustu vígum ISIS í landinu.

„Tal Afar hefur verið frelsuð,“ segir Abadi í yfirlýsingu. „Við segjum við vígamenn í ISIS: Hvar sem þið nú eruð þá munum við hafa uppi á ykkur. Þið hafið engra annarra kosta völ en að gefast upp eða þá að deyja,“ segir forsærisráðherrann.

Næsta markmið Írakshers er að ná bænum Hawija, um 300 klómetrum norður af Bagdad.

Írakskar öryggissveitir náðu fyrr í sumar Mosúl, næststærstu borg Íraks, úr höndum ISIS-liða. Um níu mánuði tók að hrekja vígamenn ISIS á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×