Erlent

Þrír valmöguleikar á kyni í kanadískum vegabréfum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðeins átta ríki hafa bætt við þriðja valmöguleikanum í vegabréfum þeirra.
Aðeins átta ríki hafa bætt við þriðja valmöguleikanum í vegabréfum þeirra. Vísir/Getty
Kanadísk yfirvöld hyggjast bæta við nýjum valmöguleika við hefðbundu kynin tvö í vegabréfum fyrir kanadíska ríkisborgara. Þau sem skilgreina sig hvorki sem karlkyns eða kvenkyns geta nú valið möguleikann X. New York Times greinir frá.

X-ið mun tákna að kyn viðkomandi sé ótilgreint og mun verða valmöguleiki frá og með 31. ágúst næstkomandi. Yfirvöld í Kanada segja að með þessu sé verið að tryggja réttindi kanadískra ríkisborgara sem skilgreini sig hvorki sem karlkyns eða kvenkyns.

Segja yfirvöld að með þessu sé verið að stíga mikilvægt skref í þágu jafnréttis en yfirvöld í Kanada vinna nú að því að stjórnsýslan viðurkenni fleiri valmöguleika en hefðbundnu kynin tvö.

Minnst átta önnur lönd bjóða upp á þrjá valmöguleika á kyni í vegabréfum. Þessu lönd eru Ástralía, Bangladesh, Þýskaland, Indland, Malta, Nepal, Nýja-Sjáland og Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×