Erlent

Aðstæður víða of hættulegar til björgunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Harvey er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðastliðin 12 ár.
Harvey er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðastliðin 12 ár. Vísir/Getty
Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt. Um er að ræða öflugasta fellibyl sem gengið hefur yfir Bandaríkin í 12 ár. Talið er að honum muni fylgja mikið úrhelli, svartsýnustu spár telja að úrkoman geti orðið um 1000 millimetrar. Í mörgum héröðum er gert ráð fyrir áður óséðum flóðum sem geti verið lífshættuleg.

Harvey er fjórða stigs fyllibylur og er áætlað að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu.

Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Bæjarstóri borgarinnar Rockport, skammt frá Corpus Christi, hvatti einnig þá fáu sem enn voru í borginni í gær til að yfirgefa borgina hið snarasta.

Það gæti þó reynst þrautin þyngri enda séu í hópi þeirra eldri borgarar sem sitja fastir eftir að hús öldrunarheimilis hrundi hrundi í gærkvöldi. 

Að sögn BBC hefur björgunarsveitum ekki enn tekist að bjarga þeim úr húsinu. Víða sé þó ekki einu sinni hægt að koma fólki til bjargar, aðstæðurnar séu of hættulegar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón.

Löng bílaröð hefur myndast á þjóðvegum Texas er hundruð þúsunda Texasbúa reyna að flýja hamfarasvæðin. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadala.

Harvey er sagður vera öflugasti fellbylur sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum síðan Wilma dró 87 manns til dauða í Flórídafylki árið 2005. Harvey hefur raskað flugsamgöngum og hefur olíuvinnsla út af ströndum Texas nær algjörlega lamast.

Íbúar borga á austurströnd Texas hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×