Erlent

Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fellibylurinn Harvey séður úr geimnum.
Fellibylurinn Harvey séður úr geimnum.
Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld.

Trump var spurður af fréttamönnum fyrir utan Hvíta húsið í dag hvort að hann hefði einhver skilaboð til íbúa Texas.

„Gangi ykkur öllum vel,“ sagði Trump áður en hann sagði skilið við fréttamenninna.

Fellibylurinn er þegar farinn að láta til sín taka en búast má við að hann skelli á Texas-ríki af fullu afli seint í kvöld og í nótt. Gríðarleg úrkoma mun fylgja fellibylnum og er reiknað með að lífshættuleg flóð muni flæða yfir strandsvæði í Mexíkó.

Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Trump hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón.

Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadollara. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var af Harvey úr Alþjóðlegu geimstöðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×