Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2017 10:31 Hillur matvöruverslana í Houston hafa tæmst þegar íbúar þar birgja sig upp fyrir komu Harvey. Vísir/AFP Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu.
Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20