Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2017 10:31 Hillur matvöruverslana í Houston hafa tæmst þegar íbúar þar birgja sig upp fyrir komu Harvey. Vísir/AFP Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu.
Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20