Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2017 23:30 Frá eldflaugaskoti í Norður-Kóreu í síðasta mánuði. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021. Norður-Kórea Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021.
Norður-Kórea Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira