Norður-Kórea heitir því að láta Bandaríkin svara fyrir refsiaðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 15:23 Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“