Willum um aðstæðurnar í kvöld: Ekki boðlegt Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Flórídaskaginn stóð ekki undir nafni að mati Willums í kvöld. vísir/andri marinó „Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira