Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Paul Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir fréttir um að hann hefði þegið fé frá aðilum vilhollum Rússum í Úkraínu. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, fyrir dögun í lok júlí. Washington Post greinir frá því að lögreglumenn hafi haft heimild til að leggja hald á skjöl og önnur gögn. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildamönnum sem þekkja til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og meintu samráði framboðs Trump við þá. Útsendarar FBI eru sagðir hafa mætt fyrirvaralaust heim til Manafort í borginni Alexandríu í Virginíu, skammt frá Washington-borg, snemma að morgni dags 26. júlí, daginn eftir að hann bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað mál tengd Rússum. Talsmenn Manafort og Mueller neita að tjá sig um fréttirnar af húsleitinni. Heimildamenn blaðsins segja að á meðal gagnanna sem FBI lagði hald á hafi verið skjöl sem Manafort hafði þegar lagt fram við Bandaríkjaþing.Á höttunum eftir skattagögnumNew York Times segir að FBI hafi verið á höttunum eftir skattagögnum og skjölum um erlenda bankareikninga. Talsmaður Manafort staðfestir við blaðið að húsleitin hafi átt sér stað. Manafort hafi unnið með lögreglu og yfirvöldum fram að þessu og hann hafi einnig gert það í húsleitinni í júlí.Robert Mueller leiðir rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.Vísir/AFPHætti eftir ásakanir um sambönd við RússaManafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem lofaði Donald Trump yngri, syni forsetans, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Það átti að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa framboði Trump. Jared Kushner, tengdasonur forsetans, var einnig viðstaddur. Rannsakendur hafa viljað ræða við Manafort vegna fundarins og fleiri mála. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann lét af störfum vegna ásakana um að hann hefði þegið fé af aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, fyrir dögun í lok júlí. Washington Post greinir frá því að lögreglumenn hafi haft heimild til að leggja hald á skjöl og önnur gögn. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildamönnum sem þekkja til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og meintu samráði framboðs Trump við þá. Útsendarar FBI eru sagðir hafa mætt fyrirvaralaust heim til Manafort í borginni Alexandríu í Virginíu, skammt frá Washington-borg, snemma að morgni dags 26. júlí, daginn eftir að hann bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem hefur rannsakað mál tengd Rússum. Talsmenn Manafort og Mueller neita að tjá sig um fréttirnar af húsleitinni. Heimildamenn blaðsins segja að á meðal gagnanna sem FBI lagði hald á hafi verið skjöl sem Manafort hafði þegar lagt fram við Bandaríkjaþing.Á höttunum eftir skattagögnumNew York Times segir að FBI hafi verið á höttunum eftir skattagögnum og skjölum um erlenda bankareikninga. Talsmaður Manafort staðfestir við blaðið að húsleitin hafi átt sér stað. Manafort hafi unnið með lögreglu og yfirvöldum fram að þessu og hann hafi einnig gert það í húsleitinni í júlí.Robert Mueller leiðir rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra.Vísir/AFPHætti eftir ásakanir um sambönd við RússaManafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem lofaði Donald Trump yngri, syni forsetans, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Það átti að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa framboði Trump. Jared Kushner, tengdasonur forsetans, var einnig viðstaddur. Rannsakendur hafa viljað ræða við Manafort vegna fundarins og fleiri mála. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann lét af störfum vegna ásakana um að hann hefði þegið fé af aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03