Enski boltinn

Fullur Gibson hraunaði yfir liðsfélagana á djamminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gibson þakkar ekki fyrir í dag að þetta myndband sé komið á flug.
Gibson þakkar ekki fyrir í dag að þetta myndband sé komið á flug. vísir/getty
Darron Gibson, miðjumaður Sunderland, var gripinn um helgina þegar hann drullaði yfir liðsfélaga sína úti á lífinu eftir 5-0 tap Sunderland gegn Celtic í æfingarleik.

Tekið var upp myndband af Gibson á laugardagskvöldið þar sem hann talaði við hóp stuðningsmanna, en myndbandið fylgdi ekki fréttinni. Greina mátti að Gibson hafi ekki verið edrú og sakaði nokkra liðsfélaga sína að leggja sig ekki fram fyrir klúbbinn.

„Við erum fjandans drasl [e. fucking shit]," sagði Gibson og aðspurður hvort þetta trufli hann svaraði Gibson: „Auðvitað gerir þetta það. Ég vil ekki vera drasl. Það eru of margir leikmenn sem er drullusama um félagið."

Þegar Gibson var beðinn um að nefna einhver nöfn sagði hann stuðningsmönnunum að skjóta að sér nöfnum. Þeir nefndu Lamine Koné, Jeremain Lens og Wahbi Khazri og þegar nafn Koné kom upp svaraði Gibson: „Rétt, þar er einn."

Miðjumaðurinn var svo spurður afhverju hann væri út á lífinu eftir 5-0 tap í æfingarleik, þegar hann sjálfur væri að drulla yfir liðsfélaga sína fyrir að vera ekki trúir klúbbnum.

„Það er rétt, ég ætti kannski ekki að vera hér, en ég vill ennþá spila fyrir Sunderland. Restin af þeim vill það fjandans ekki."

Sunderland mætir Derby á föstudaginn í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar, en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×