Borgarstjóri sem Duterte sakaði um ólögleg fíkniefnaviðskipti skotinn til bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 06:53 Fjölmargir hafa látið lífið í blóðugri herferð Duterte gegn fíkniefnum. Vísir/AFP Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra. Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra.
Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
„Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37
Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26
Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00