Borgarstjóri sem Duterte sakaði um ólögleg fíkniefnaviðskipti skotinn til bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 06:53 Fjölmargir hafa látið lífið í blóðugri herferð Duterte gegn fíkniefnum. Vísir/AFP Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra. Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra.
Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
„Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37
Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26
Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00