Erlent

Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn

atli ísleifsson skrifar
Rodrigo Duterte sver embættiseið síðasta sumar. Fyrir aftan má sjá þrjú börn hans, Sebastian, Sara og Paolo.
Rodrigo Duterte sver embættiseið síðasta sumar. Fyrir aftan má sjá þrjú börn hans, Sebastian, Sara og Paolo. Vísir/AFP
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, nýtti nýlega tækifærið og smánaði son sinn í ræðu þar sem forsetinn sagði hinn 29 ára sonur ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku.

BBC greinir frá því að málið hafi mikið verið á milli tannanna á fólki og hafi filippseyskir samfélagsmiðlar logað þar sem meðal annars er spurt af hverju forsetinn ákveði að ræða sín einkamál á opinberum vettvangi með þessum hætti.

Forsetinn sagði Sebastian „Baste“ Duterte hafa „horfið“, en hann ræddi hann jafnframt einkalíf sonarins, sem er brimbrettakappi, og misheppnuð ástarsambönd hans.

Sebastian greindi síðar frá því á Facebook að hann væri ekki týndur. „Góðan daginn, pabbi. Ekki hafa áhyggjur. Ég hef dvalið í hinu húsinu frá 1. febrúar,“ sagði Sebastian.

Talsvert hefur áður verið fjallað um erfið samskipti þeirra feðga.

„Yngsti sonur minn er drullusokkur. Hann er hættur að koma heim til sín,“ sagði forsetinn í ræðunni sem hann flutti síðastliðinn fimmtudag.

Duterte bar Sebastian svo saman við eldri systkini sín, þau Söru og Paolo, sem bæði starfa í stjórnmálum í heimaborg Duterte-fjölskyldunnar, Davao.

„Ég hef aldrei verið í neinum vandræðum með hin börnin mín sem standa sig vel,“ sagði Duterte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×