Erlent

Franska leikkonan Jeanne Moreau er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jeanne Moreau árið 2008.
Jeanne Moreau árið 2008. Vísir/AFP
Franska leikkonan og söngkonan Jeanne Moreau er látin, 89 ára að aldri. Moreau er einn virtasti franski listamaður sögunnar og hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar árið 1998.

Moreau starfaðu um sjö áratuga skeið sem leikkona, bæði á sviði og í kvikmyndum, og starfaði meðal annars með leikstjórum á borð við Orson Welles, Francois Truffaut og Wim Wenders.

Skrifstofa Frakklandsforseta greindi frá láti Moreau í morgun, en ekkert hefur verið gefið upp um orsök andlátsins.

Jeanne Moreau vakti fyrst athygli á alþjóðavísu fyrir hlutverk sitt í kvikmynd Peter Brooks, Moderato Cantabile, árið 1960. Moreau hlaut fyrir hlutverkið verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Leikkonan vakti einnig athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Truffaut, Jules et Jim, árið 1962.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×