Enski boltinn

Sunderland mun refsa Gibson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darron Gibson kom til Sunderland frá Everton í janúar.
Darron Gibson kom til Sunderland frá Everton í janúar. vísir/getty
Sunderland hefur staðfest að félagið muni refsa Darron Gibson fyrir athæfi hans á laugardagskvöldið.

Eftir 5-0 tap fyrir Celtic í æfingaleik skellti Gibson sér út á lífið. Þar lét hann liðsfélaga sína heyra það og sakaði þá um að leggja sig ekki fram fyrir Sunderland. Ummæli Gibsons náðust á myndband.

„Við erum fjandans drasl," sagði Gibson við hóp stuðningsmanna Sunderland. „Ég vil ekki vera drasl. Það eru of margir leikmenn sem er drullusama um félagið.“

Í tilkynningu frá Sunderland kemur fram að Gibson hafi beðist afsökunar á ummælum sínum en félagið muni samt sem áður refsa honum.

Gibson kom til Sunderland frá Everton í byrjun ársins. Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og leikur því í B-deildinni á næsta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×