Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 14:06 Facebook sagði frá því í apríl að fyrirtækið hefði lokað reikningum sem dreifðu lygafréttum í aðdraganda forsetakosninganna. Vísir/AFP Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira