Enski boltinn

Höfnuðu 50 milljóna punda tilboði í Lemar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Lemar sló í gegn með Monaco á síðasta tímabili.
Thomas Lemar sló í gegn með Monaco á síðasta tímabili. vísir/getty
Monaco hafnaði þriðja tilboði Arsenal í franska miðjumanninn Thomas Lemar. Daily Mail greinir frá.

Síðasta tilboð Arsenal í hinn 21 árs gamla Lemar hljóðaði upp á 50 milljónir punda.

Lemar ku hafa áhuga á að fara til Arsenal en Monaco vill ekki selja þennan efnilega leikmann sem átti stóran þátt í því að Monaco varð franskur meistari á síðasta tímabili.

Monaco hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Benjamin Mendy og Bernando Silva eru farnir til Manchester City, Tiemoué Bakayoko til Chelsea og Valère Germain til Marseille. Þá bendir margt til þess að Kylian Mbappé sé á leið frá Monaco.

Arsenal hefur fengið tvo leikmenn í sumar. Sead Kolasinac kom frá Schalke og Alexandre Lacazette var keyptur á metfé frá Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×