Eldflaugartilraunin ekki jafn vel heppnuð og Norður-Kóreumenn vilja vera láta Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2017 11:39 Þann fjórða júlí var langdrægri eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu og flaug hún í 2.802 kílómetra hæða og 933 kílómetra vegalengd í 39 mínútur. Vísir/AFP Suður-Kóreumenn segir tilraun nágranna sinna í norðri ekki með langdræga eldflaug ekki hafa heppnast eins og stjórnvöld Norður-Kóreu vilja láta. Þann fjórða júlí var langdrægri eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu og flaug hún í 2.802 kílómetra hæða og 933 kílómetra vegalengd í 39 mínútur. Mögulega gæti slík eldflaug borið kjarnorkuvopn að ströndum Bandaríkjanna. Leyniþjónusta Suður-Kóreu segir að eldflaugin hafi og geti ekki snúið aftur í andrúmsloftið, eins og kjarnorkuflaugar þurfa að gera til að koma kjarnorkusprengjum til skotmarka sinna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu komst leyniþjónustan að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea byggi ekki yfir þeirri tækni að framkvæma það sem kallað er á ensku „re-entry“. Það snýr að því þegar langdrægum kjarnorkuflaugum er skotið á loft bera þær vopn sín upp úr gufuhvolfinu. Vopnin þurfa svo að þola álagið við það að koma aftur inn í gufuhvolfið og að hitta skotmörk sín. Sú tækni er ekki til staðar í Norður-Kóreu, samkvæmt leyniþjónustu Suður-Kóreu.Kínverjar þreyttir á ásökunum um aðgerðaleysi Yfirvöld í Kína virðast nú nokkuð þeytt á ásökunum um aðgerðaleysi frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað kallað eftir því að Kína geri meira til að draga úr vilja Norður-Kóreumanna til að koma upp kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum til að bera þau. Japan og önnur ríki hafa einnig kallað eftir aðgerðum frá Kína, sem er eini bandamaður Norður-Kóreu og helsti viðskiptavinur þeirra. Bandaríkin hafa gripið til einhliða aðgerða og beitt kínverska einstaklinga og fyrirtæki sem átt hafa í viðskiptum við Norður-Kóreu þvingunum. Þá hefur Trump skammast yfir því á Twitter að Kína geri ekki nóg til þess að stöðva Norður-Kóreu.Til marks um skilningsleysi Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að það væri ekki Kína sem væri að auka spennu á svæðinu og að lausnina að vandanum væri ekki að finna þar í landi. Án þess að nefna nöfn sagði Geng Shuang að „ákveðið fólk“ hefði verið að ýkja áhrif Kína á Norður-Kóreu. Hann sagði það annað hvort til marks um skilningsleysi á málefninu eða verið væri að reyna að koma ábyrgðinni yfir á Kína. Shuang sagði einnig að allir þyrftu að leggjast á eitt og gera málamiðlanir. Norður-Kórea Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Suður-Kóreumenn segir tilraun nágranna sinna í norðri ekki með langdræga eldflaug ekki hafa heppnast eins og stjórnvöld Norður-Kóreu vilja láta. Þann fjórða júlí var langdrægri eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu og flaug hún í 2.802 kílómetra hæða og 933 kílómetra vegalengd í 39 mínútur. Mögulega gæti slík eldflaug borið kjarnorkuvopn að ströndum Bandaríkjanna. Leyniþjónusta Suður-Kóreu segir að eldflaugin hafi og geti ekki snúið aftur í andrúmsloftið, eins og kjarnorkuflaugar þurfa að gera til að koma kjarnorkusprengjum til skotmarka sinna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu komst leyniþjónustan að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea byggi ekki yfir þeirri tækni að framkvæma það sem kallað er á ensku „re-entry“. Það snýr að því þegar langdrægum kjarnorkuflaugum er skotið á loft bera þær vopn sín upp úr gufuhvolfinu. Vopnin þurfa svo að þola álagið við það að koma aftur inn í gufuhvolfið og að hitta skotmörk sín. Sú tækni er ekki til staðar í Norður-Kóreu, samkvæmt leyniþjónustu Suður-Kóreu.Kínverjar þreyttir á ásökunum um aðgerðaleysi Yfirvöld í Kína virðast nú nokkuð þeytt á ásökunum um aðgerðaleysi frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað kallað eftir því að Kína geri meira til að draga úr vilja Norður-Kóreumanna til að koma upp kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum til að bera þau. Japan og önnur ríki hafa einnig kallað eftir aðgerðum frá Kína, sem er eini bandamaður Norður-Kóreu og helsti viðskiptavinur þeirra. Bandaríkin hafa gripið til einhliða aðgerða og beitt kínverska einstaklinga og fyrirtæki sem átt hafa í viðskiptum við Norður-Kóreu þvingunum. Þá hefur Trump skammast yfir því á Twitter að Kína geri ekki nóg til þess að stöðva Norður-Kóreu.Til marks um skilningsleysi Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að það væri ekki Kína sem væri að auka spennu á svæðinu og að lausnina að vandanum væri ekki að finna þar í landi. Án þess að nefna nöfn sagði Geng Shuang að „ákveðið fólk“ hefði verið að ýkja áhrif Kína á Norður-Kóreu. Hann sagði það annað hvort til marks um skilningsleysi á málefninu eða verið væri að reyna að koma ábyrgðinni yfir á Kína. Shuang sagði einnig að allir þyrftu að leggjast á eitt og gera málamiðlanir.
Norður-Kórea Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira