Erlent

Tveir þýskir ferðamenn stungnir til bana í Egyptalandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Lögreglan á svæðinu hefur handtekið árásarmanninn.
Lögreglan á svæðinu hefur handtekið árásarmanninn. vísir/afp
Tveir þýskir ferðamann hafa látið lífið eftir stunguárás í Hurghada í Egyptalandi. Að minnsta kosti fjórir aðrir, frá Armeníu og Tékklandi, slösuðust og hafa verið færðir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Búið er að handsama einn mann í tengslum við málið. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk þýsku ferðamennina þrisvar sinnum í brjóstkassann.

Maðurinn, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni, er nú í haldi lögreglu og verið er að yfirheyra hann. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir þetta við fréttamann BBC.

Samkvæmt þeim upplýsingum réðst árásarmaðurinn gegn þýsku ferðamönnunum og særði tvo aðra á Zahabia hótelinu. Síðan synti hann að strönd Sunny Days El Palacio hótelsins, sem er í námunda við Zahabia hótelið, og réðst á aðrar tvær manneskju áður en starfsfólk hótelsins náði að yfirbuga hann.

Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni og óljóst er hvort að maðurinn sé tengdur við hryðjuverkasamtök. Ekki er komið á hreint hvort að hann sé andlega veikur.

Starfsmaður Zahabia hótelsins sagði þó að hann hefði augljóslega verið að leita að erlendum einstaklingum til að meiða. Þrír ferðamenn voru stungnir á þessu sama hóteli árið 2016 af vígamönnum Íslamska ríkisins.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa undanfarið þurft að bregðast við uppreisn vígamanna ISIS á Sínaí skaganum. Þá hefur ferðamannaiðnaðurinn verið skotmark herliða í Norður Afríku undanfarin ár. Til að mynda var rússnesk farþegaflugvél skotin niður í október 2015. Í þeirri árás létust 224 farþegar flugvélarinnar. Auk þess létu 39 manns lífið og 36 slösuðust á árás sem átti sér stað á strönd í Sousse, Túnis árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×