Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2017 20:30 Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways. Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways.
Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48